14.04.1932
Neðri deild: 51. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1744 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

35. mál, lækningaleyfi

Ólafur Thors:

Hv. flm. sagði, að í þessu máli væri enginn ágreiningur um nokkurn skapaðan hlut nema taxtann. (VJ: Ágreiningur, sem máli skiptir). Sem máli skiptir, segir hv. flm. Samtímis segir hv. flm. frá því, að sér sé vel kunnugt um, að margir innan Læknafél. Rvíkur leggi enga höfuðáherzlu á, að ekki sé settur taxti og séu jafnvel sammála því, að hann sé settur. En ef þetta væri nú svo, hvernig getur þá staðið á því, að þessi fjölmenni fundur í fel. gerir samhlj. ályktun um, að Alþ. afgr. ekki þetta mál. þetta rekst nokkuð á, enda skal ég sanna það áður en ég lýk þessu stutta máli mínu.

Um það, hvort í sjálftt sér væri ástæða til að setja taxta, sagði hv. flm., að hér væri ástæða til þess vegna þess, að almenningur ætti alstaðar aðgang að ódýrari læknishjálp heldur en hér. Ég veit ekki, hvort almenningur í Englandi og Frakklandi á kost á að njóta aðstoðar ágætra lækna og fá meðul ókeypis. Þetta má vera, en skiptir þó ekki máli í þessu sambandi. Læknar fá hvergi minna fyrir sitt starf en hér. Það er aðalatriðið. Hitt er svo annað mál, hvort hið opinbera sér sér fært að greiða læknishjálp og meðul fyrir fátækt fólk. Ég skal gjarnan segja hv. flm. dæmi frá Englandi, sem hann gat sérstaklega um og úr sama bænum, Lundúnum, og ég skal sýna það, að eftir minni litlu reynslu liggur mjög fjarri, að læknishjálp sé þar eins ódýr og hér. Hér geta menn leitað ágætra sérfræðinga og greitt fyrir löng viðtöl 5–10 kr. og jafnvel minna. Ég þurfti einu sinni að leita læknis í Lundúnum, sem varð svo hissa á, að nokkur lifandi maður skyldi vita, að hann væri til, að hann vildi helzt fá að vita um alla ætt mína og æfisögu. En hann tók fyrir að klippa mér eina nögl £3 eða 66 kr. (VJ: Hann hefir séð á hv. þm. burgeisabraginn). Hvað sem því liður, að ég sé burgeis, þá ber ég það a. m. k. ekki utan á mér. Það væri frekar, að ætla mætti, að einhverjir af þm. Alþýðuflokksins væru burgeisar.

Einu sinni þurfti ég að leita sérfræðings, er naut álits í sínu landi. Hann mátti illa vera að sinna mér, en þó gaf hann mér 15 mínútur af sínum dyra tíma og fyrir þær tók hann 220 kr., og allt, sem hann sagði við mig, þegar hann kvaddi mig, var, að hann skyldi ábyrgjast, að ég væri ætlaður til langlífis. þetta var nú að vísu góður sjúkdómur, en mér þótti hann nokkuð dýr samanborið við hinn íslenzka mælikvarða. Og ég vil segja hv. flm. það til viðbótar um ágæti eða öllu heldur skaðræði slíks taxta, að það er staðreynd, að Ísl læknar gefa nú fátækum mönnum mikið af læknishjálpinni. Það eru margir Læknar, sent aldrei gera tilraun til að innheimta gjöld frá fátækum fyrir læknishjálp. Og ég hygg, að það sé nær sanni, að læknar fái ekki meira en 40–50% inn af því, sem þeir vinna fyrir. Ef læknir má nú hvergi taka nema eins og lögskipað yrði, þá þýðir það það, að þeir efnuðu, sem nú greiða meira en hinir fátæku, sleppa ódýrar, en hinir fátæku verða að greiða jafnmikið og þeir efnuðu. Ég er sannfærður um, að skaðræði slíks fyrirkomulags liggur í því, að hinir fátæku greiða meira, en hinir efnaðri minna en nú er. Og engin ástæða er til þess fyrir löggjöfina að veitast að hinum fátæku, en draga úr gjöldum hinna, ekki sízt þar sem læknastéttin stillir svo mjög í hóf kröfum sínum í þessu efni.

Ég tók það fram, að ég hefði ekki fullnægjandi þekkingu til að dæma um, hve vel þetta mál væri undirbúið, en ég gat hinsvegar um, að Læknafél. Rvíkur hefði á fjölmennum fundi, þar sem staddir voru flestir helztu læknar bæjarins, og í þeirra hóp eru flestir helztu læknar landsins, samþ. eindregin mótmæli gegn þessu frv. Hv. flm. svaraði því, að ef þetta væri rétt, hvernig stæði þá á því að meðlimir læknadeildar háskólans, sem einnig eru í læknafél., hefðu mælt með frv. Það stendur þannig á því, að þeir hafa ekki haft nægan tíma til að athuga þetta mal. Ef menn greinir á um, að ég segi satt um skoðun Læknafél. Rvíkur, þá vildi ég, með leyfi hæstv. forseta, lesa hér upp útdrátt úr erindi, sem læknafél. hefir sent Alþ. í tilefni af þessu máli og hljóðar svo:

„Hinn fyrsta þessa mánaðar átti Læknafélag Reykjavíkur fund með sér til þess að ræða um tvö frv., er fram voru komin á Alþ., frv. til l. um lækningaleyfi o. fl. og frv. til I. um skipun læknishéraða o. fl. Lauk þeim fundi þannig, að kosin var þriggja manna nefnd til þess að athuga mál þessi.

Á aðalfundi fél., sem haldinn var 14. h. m., bar n. svo fram till. sínar, og voru þessar aðaltill. hennar samþ. í einu hljóði: „Læknafélag Reykjavíkur leggur til, að frv. þau, er nú liggja fyrir Alþ., um Lækningaleyfi og læknaskipun, verði vegna ónógs undirbúnings ekki gerð að lögum á þessu þingi“.

Og ennfremur þessi till.: „Læknafélag Reykjavíkur skorar á Alþ., að skipuð verði 5 manna ólaunuð n., mþn., þar sem tveir n.manna séu læknar, annar almennur læknir og hinn sérfræðingur, til þess að undirbúa heildarlöggjöf um skipun heilbrigðismála landsins, þar með talin læknaskipun, veiting og afnám læknisréttinda“.

Þessum aðaltill. fylgir svo grg. n. í læknafél. til rökstuðnings því. En þar sem hæstv. forseti óskert eftir því, að ég lesi hana ekki upp, og ég get fallizt á það með honum, að enga nauðsyn beri til þess, skal ég láta það niður falla. En ég vil biðja menn að athuga það, að þegar um er að ræða mál, sem við dm. vitum, að við berum ekki fullt skyn á, og þegar sá, sem hefir undirbúið þetta mál, hefir haft tæpan tíma til þess, þá ber okkur að taka tillit til slíkra ástæðna, þegar enginn voði getur stafað af því og ekki er drepið neitt eða svæft með því, þótt frestað væri um eitt ár að setja heildarlöggjöf um málefni þetta.

Að þessu athuguðu vona ég, að frestað verði til næsta þings að taka ákvörðun um málið.