13.04.1932
Efri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1893 í B-deild Alþingistíðinda. (2042)

366. mál, öryggi við siglingar

Flm. (Ingvar Pálmason):

Um þetta frv. er nákvæmlega hið sama að segja og hið næsta á undan (um eftirlit með skipum og bátum o. fl.). Það er einnig flutt eftir beiðni hæstv. forsrh. og liggja nákvæmlega sömu rök fyrir því og hinu frv. En frumvörpin þurfa að vera tvö, vegna þess að þau grípa inn í tvenn lög. Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða um það, en legg til, að því verði vísað til sjútvn.