22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2011 í B-deild Alþingistíðinda. (2266)

364. mál, útflutningur á nýjum fiski

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Á sumarþinginu í fyrra voru samþ. l., sem heimiluðu stj. ýmsar ráðstafanir vegna útflutnings á nýjum fiski, og var í þeim 1. ákveðið að endurskoða þau á næsta reglulegu Alþingi. Samkv. þessum l. hefir ísfiskflutningi verið haldið uppi frá Austurlandi, Vesturlandi og að nokkru leyti frá Suðurlandi, og eru skýrslur til um þetta, sem lagðar hafa verið fyrir hv. sjútvn.

Við flm., hv. 1. þm. S.-M. og ég, viljum með frv. benda á, hverju þarf að breyta í l. frá í fyrra. Sé ég enga ástæðu til að fjölyrða um þetta, en vænti, að málið fái að ganga áfram til 2. umr. og hv. sjútvn.