09.05.1932
Neðri deild: 70. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2038 í B-deild Alþingistíðinda. (2297)

466. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Austurlandi

Haraldur Guðmundsson:

Ég þykist sjá, að það stoði lítið að deila við hv. sjútvn. um þessa hluti. Skal ég játa það, að þótt heimildin sé ekki bundin við Seysisfjörð, er það betra en ekkert, ef frv. verður samþ. eins og það yrði skv. brtt. n.

Hv. frsm. sagði réttilega, að þótt frv. væri samþ., væri engin trygging fengin fyrir því, að útlend félög eða menn vildu hætta fé sínu í það að reisa þessa síldarbræðsluverksmiðju, en ég vil út af þessu leyfa mér að benda á það, að með því að fella niður síðari hl. frvgr., eins og n. vill gera, eru líkurnar því gerðar enn minni fyrir því, að þetta geti orðið. Ég held því, að það sé misráðið að fella síðari hl. gr. niður, jafnvel frá sjónarmiði hv. frsm. Það er að vísu rétt, að eins og fiskveiðalöggjöfin hefir verið framkvæmd, hefir fengizt leyfi til að kaupa síld af erlendum skipum, og mér þykir trúlegt, að ef síldarverksmiðja yrði reist á Seyðisfirði, mundi slíkt leyfi verða veitt, ef verksmiðjan gæti ekki fengið nóga síld frá ísl. skipum, en ég hygg hinsvegar, að þetta mundi ekki verða notað í ríkara mæli, þótt leyfið væri veitt í l., en ekki byggt á skilningi eða framkvæmd fiskveiðalöggjafarinnar frá 1922. Fyrir útlending, sem vildi leggja fram fé til að reisa og starfrækja þarna verksmiðju, væri þetta hinsvegar miklu aðgengilegra, ef gert væri ráð fyrir þessari heimild í sömu l. og hafa að geyma sjálfa sérleyfisheimildina. Ef fara á inn á þá braut á annað borð, eins og ég tel nauðsynlegt, að gera erlendu fjármagni hægara fyrir með að komast inn í landið til starfrækslu her, verður að ganga svo frá því, að þetta komi að haldi. Annars er þýðingarlaust að vera að setja l. um þetta efni.

Ég skal ekki fara út í fiskveiðalöggjöfina almennt. Við erum sammala um það, hv. frsm. og ég, að tími sé kominn til að endurskoða fiskveiðalöggjöfina, en hinsvegar greinir okkur á um, hvernig bezt sé að byrja á því. Eins og þingið er skipað nú, er þess ekki að vænta, að þessi löggjöf verði endurskoðuð í heild sinni, og álít ég enda skynsamlegast að þreifa sig áfram með því að veita undanþágur á einstökum stöðum og sjá, hvernig færi, því að með því móti er hægt að sjá það, hvort útlendingum er það jafnmikið kappsmál og heim var að fá tækifæri til atvinnurekstrar hér á landi. Ef þeim er það ekki, gerir fiskveiðalöggjöfin engan skaða, en ef það hinsvegar reynist að vera enn mjög eftirsótt af erlendum mönnum að koma hér upp og reka útgerðarfyrirtæki, skal ég fyrir mitt leyti fallast á, að rétt sé að setja skorður við því, að hér risi of ört upp atvinnufyrirtæki af þessum ástæðum, sem draga að sér fjölda fólks, en standa þó aðeins skamma stund og skilja fólkið svo eftir atvinnulaust. Tel ég heppilegast í þessu efni að fara þessa leið, að veita takmarkaðar undanþágur frá fiskveiðalöggjöfinni, bundnar við ákveðin svæði, og sjá, hvernig það gæfist, og við þetta eru till. okkar flm. þessa frv. einmitt miðaðar.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta. Þó að mér þyki slæmt, að heimildin sé ekki bundin við Seyðisfjörð, þykir mér þó hitt meiri galli, að ekki sé jafnframt bent til þess í l, að heimild muni fast til að taka við veiði af erlendum skipum, og ég vildi því mega óska þess, að n. reyndi að finna eitthvert annað orðalag á þessu fyrir 3. umr., svo að útlendingum þeim, sem kynnu að vilja ráðast í þetta fyrirtæki, væri a. m. k. gefið undir fótinn með það í 1., að ekki yrði bannað að taka síld af erlendum skipum, ef veiði ísl. skipanna skyldi ekki verða nóg. Með því móti má telja meiri líkur til þess, að erlent fé fengist lagt fram í þessu skyni.