25.05.1932
Neðri deild: 83. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2120 í B-deild Alþingistíðinda. (2431)

463. mál, fátækralög

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég vil vekja athygli hv. d. á því, að brtt. hv. meiri hl. allshn. á þskj. 799 mundu kosta ríkissjóð árlega um 100 þús. kr. Þegar þessi lög voru undirbúin, sá stj. ekki fært að jafna fátækraframfærið með öðru móti en að sá sjúkrastyrkur, sem veittur hefir verið hreppsfélögunum til þess, gangi þar upp í. Það fyrirkomulag, sem hér er sett, er mjög mikil réttarbót gagnvart hreppunum og mun vafalaust koma þeim, sem bágast eru staddir, að mjög miklu liði. Frv. hefir sætt þeim breyt. í Ed., að hætt er við, að samkv. því, sem það nú er, verði útgjöld ríkissjóðs töluvert meiri en þau nú eru samkv. 66. og 67. gr. fátækral. En að bæta þar á ofan 100 þús. kr. er alveg ótilhlýðilegt á þessum tímum, sem nú standa yfir. Og sem fjmrh. verð ég að leggja eindregið til, að þessar brtt. verði felldar.