20.04.1932
Neðri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2202 í B-deild Alþingistíðinda. (2509)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Jón Ólafsson:

Ég gat þess við 1. umr., að mér hætti mjög vafasamt, hvað langt ætti að ganga á þessu sviði, hvað margar atvinnugreinar ætti að draga undir þetta og hvað margir ættu að verða þessara hlunninda aðnjótandi. Ég hefi síðan athugað þetta frekar, og ég fyrir mitt leyti hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að þar sem við göngum hér inn á alveg nýja braut, þá eigi ekki að byrja á því að gera þessar undanþágur svo víðtækar, að valdið geti óþægindum og vandræðum. Mér þykir sjálfsagt að byrja aðeins á því að gefa bændum þessi fríðindi, því að þeirra atvinnurekstur er fastur og breytist ekki mikið úr skorðum ár frá ári. En það er öðru máli að gegna með sjávarútveginn, þó vitanlega sé ekki hægt að segja annað en það, að sá atvinnuvegur þarf þess með, að liðlega sé farið að honum á þessum vandræðatímum. En það er svo með þennan atvinnurekstur, bátaútveginn, að hann hjarir nú aðeins á því trausti, sem hann hefir hjá hinum ýmsu kaupmönnum, sem hafa lánað til útgerðarinnar og komið henni af stað, a. m. k. þessa vertíð, sem nú stendur yfir. En nú vill löggjafarvaldið allt í einu taka í taumana, leysa bátaútvegsmenn undan því að greiða skuldir sínar. En hætt er við því, að þeir, sem hafa lánað þeim í ár, búist við, að hér verði ekki látið staðar numið, heldur þá og þegar skellt á þá þeirri kvöð, að þeir geti ekki litið eftir skuldum sínum; þeir hafa enga heimild til þess. Það er reynsla fyrir því á þessum árum, sem yfir standa, að menn líta enn svo bjart á efnahag manna, eigur manna eru metnar svo hátt. að það virðist ekki ná nokkurri átt. Þeir, sem meta bata og veðgögn, sem sem er til lánsstofnananna, meta venjulega svo hátt, að ekki er hægt að fá einu sinni hálfvirði fyrir það á markapi. Þegar svo þessir sömu menn eiga að segja um það, hvort þessi og þessi maður á fyrir skuldum og hvort honum beri þar af leiðandi að verða aðnjótandi þessara hlunninda, þá er það svo sem auðvitað, að það verða flestir, ef ekki allir bátaútvegsmenn, sem eiga fyrir skuldum, ef mat þessara manna á að raða, sem ég geri ráð fyrir að verði, jafnvel þó tekið sé fram í lögunum, að það eigi að vera það mat, sem lagt er til grundvallar fyrir skattaframtali. Ég er sannfærður um ráð, að þó menn séu búnir að hlaða á sig það miklum skuldum í lánsstofnunum og annarsstaðar, þá muni félagar þeirra hlífa sér við að dæma þá það lélega, að þeir ættu ekki fyrir skuldum og gætu þar af leiðandi ekki orðið þessara hlunninda aðnjótandi, sem lögin gera ráð fyrir. Það er ekki vafi á því, að svo mundi fara, að ekki er hægt að grípa til þeirra ráða, sem lánsstofnunum eru nauðsynleg, t. d. að hafa eftirlit með útistandandi skuldum. Ég býst við, að það yrði alveg ómögulegt. Og mér er nær að halda, að þó að menn kynnu að hafa nokkuð meira en þeir þyrftu til vaxtagreiðslu og gætu því innt af hendi einhverjar afborganir, þá mundu þeir skjóta sér undir þessi lagaákvæði.

Þá má benda á það, að sjávarútvegstæki, svo sem batar, ganga afarmikið úr sér á ári hverju. Það þarf því að vera sérstakt eftirlit með viðhaldi bata. Ég vil endurtaka það um þennan atvinnuveg að það er lánstraustið hjá kaupmönnum, sem hafa skaffað til útgerðarinnar, sem hefir haldið honum uppi. Ef þingið verður til að spilla því trausti, sem þeir hafa nú, með því að leggja þessar kvaðir á, þá er ég hræddur um, að það verði til þess að færa þessum atvinnuvegi mikla óhamingju, því það veltur svo mikið á því, hvaða traust menn hafa á viðskiptamönnum sínum. Að öllu athuguðu sé ég ekki betur en að þessi lagaákvæði yrðu þessum atvinnuvegi frekar til óþæginda en ávinnings. Ég vildi ekki láta undan reka að koma fram með þessa till. í d., til þess að hv. dm. gæfist kostur á með atkv. sínu að láta í ljós skoðun sína um þessi atriði.