04.06.1932
Neðri deild: 93. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2373 í B-deild Alþingistíðinda. (2769)

826. mál, lán til skipaviðgerðarstöðvar í Reykjavík

Jónas þorbergsson:

Út af ræðu hæsts. forsrh. vildi ég leyfa mér að spyrjast fyrir um það, hvort ekki sé ástæða til að óttast, að málið stöðvist, ef farið er að vísa því til n. nú. Þar sem hér er aðeins um heimildarlög að ræða, sé ég ekki ástæðu til þess að fara að vísa því til n., því að ég býst við, að hæstv. ráðh. beri sig saman við þá menn, sem bezt þekkja til þessara hluta, áður en hann veitir ábyrgðina. Ég vil aðeins, að málinu sé hraðað sem mest til þess að það komist sem fyrst í framkvæmd.