03.03.1932
Efri deild: 19. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í C-deild Alþingistíðinda. (3017)

56. mál, vegur milli Hafnarfjarðar og Suðurlandsbrautar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil beina því til þeirrar n., sem fær þetta mál til meðferðar, að hún eigi tal við vegamálastjóra um málið, því að ég hygg, að mér sé óhætt að segja, að hann hafi látið fara fram athugun á þessu vegarstæði, og eru þau gögn öll hjá honum, sem eru nauðsynleg fyrir n. að hafa til að átta sig á um málið. — Það er nú alllangt síðan ég átti tal við vegamálastjóra um þetta mál og óskaði fullrar athugunar á því. Hygg ég, að sú athugun muni hafa leitt í ljós, að ekki sé neitt hagræði fyrir Hafnfirðinga og Reykvíkinga að fá þennan nýja veg, af því að leiðin yrði svo miklu lengri eftir honum milli bæjanna en nú er, og mundi af því leiða meiri eða minni hækkun á fargjöldum og flutningsgjöldum þessa leið.