26.04.1932
Efri deild: 60. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 254 í C-deild Alþingistíðinda. (3028)

56. mál, vegur milli Hafnarfjarðar og Suðurlandsbrautar

Frsm. (Páll Hermannsson):

Það er aðeins örstutt aths. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að hv. þm. Hafnf. vilji halda því fram, að vegamálastjóri hafi í máli þessu gefið skýrslu móti betri vitund, af því, eins og hann segir, að vegamálastjóri sé á móti því, að nýr vegur sé lagður. Ég ætla nú ekki að fara að áfellast hv. þm. fyrir þetta. En ég vil aðeins láta það koma fram sem álit mitt, að vegamálastjóri muni hafa gefið um þetta mál sem önnur alveg óhlutdræga skýrslu og eftir beztu vitund.