10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í C-deild Alþingistíðinda. (3190)

61. mál, gelding hesta og nauta

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Ég vil leyfa mér að vekja athygli á brtt. á þskj. 129, frá landbn. Það hafði láðst að setja í frv. ákvæði um, hvert sektirnar rynnu, en í brtt. er bætt úr því og ákveðið, að þær renni í ríkissjóð, og eins er það fyrirskipað, að mál út af þessum brotum skuli rekin sem almenn lögreglumál, en um það vantaði einnig ákvæði í frv. Vænti ég þess, að hv. þd. taki þetta til greina og samþ. frv. svo breytt.