31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 383 í C-deild Alþingistíðinda. (3287)

243. mál, síldarmat

Jakob Möller [óyfirl.]:

ég hefi verið samþykkur því, að sjútvn. flytti þetta frv., sem er sniðið eftir frv. frá 1928, að viðbættum þeim breyt., sem gerðar hafa verið á því að till. fyrrv. yfirmatsmanns Jóns Bergsveinssonar. Ég var ekki á fundi, þegar málið var afgr. frá n., og hefi því ekki athugað allar breyt., sem n. hefir gert, t. d. með fjórða yfirmatsmanninn, að hann skuli hafa aðsetur á Austurlandi, en annars óákveðið hvar. Ég er nú í vafa um, að rétt sé að gera þá breyt. Eftir því getur yfirmatsmaðurinn átt heima eitt árið hér og annað þar. Og þótt aðsetur sé ákveðið, þarf matsmaðurinn ekki að eiga heimili þar. Þannig atti matsmaðurinn á Seyðisfirði heima á Svalbarði og síldarmatsmaðurinn á Akureyri í Rvík. Aðsetursákvörðunin nær vitanlega ekki nema til þess tíma, er þeir þurfa að vera til taks að meta. Eins væri um matsmanninn fyrir Austfirði. Það kæmi ekki í bága, hvar hann ætti heimili, þótt aðsetursstaður sé ákveðinn. Það væri t. d. óheppilegt, að hann hefði aðsetur á Fáskrúðsfirði eða Djúpavogi. Það er eðlilegra, að hann hafi það þar, sem síldarsöltun er mest, en það er á Seyðisfirði og Reyðarfirði, þar mun varla vera hægt að gera á milli. En Seyðisfjörður liggur þó meira „centralt“, og er því rétt að halda gamla ákvæðinu, að hann eigi búsetu þar. Ef brtt. kemur fram um það til 3. umr., mun ég fylgja henni, en hvort ég kem fram með slíka brtt. eða ekki, er ég ekki ráðinn í.