25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 457 í C-deild Alþingistíðinda. (3368)

226. mál, jarðræktarlög

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vildi bæta við örfáum orðum út af aths. hv. 4. þm. Reykv. í þessu máli. Þar sem hv. þm. bar Búnaðarfél. og búnaðarþingið saman við ýmsar aðrar stofnanir í landinu, eins og t. d. Fiskifélagið, þá er það ekki allskostar rétt hjá hv. þm. Búnaðarfél. Íslands og búnaðarþingið er nú orðið þannig skipað, að ekki er nema ein stofnun í landinu hliðstæð við það, og það er Alþ. sjálft. Það er nú þannig gengið frá búnaðarþinginu, að allir þeir bændur, sem að jarðabótum vinna verða að vera í búnaðarfélögum landsins, og þessir menn einir senda sína fulltrúa á fundi búnaðarsambandanna og þessir fulltrúar einir eru það, sem svo kjósa fulltrúa til búnaðarþingsins. Þess vegna er það engin tilviljun eða byggt á neinum lausum grundvelli, hvernig búnaðarþingið er skipað. Það er að síinu leyti byggt alveg eins upp og Alþ., eins og það eru bændur í bændahéruðunum og yfirleitt kjósendur landsins, sem senda okkur sem sína fulltrúa hingað til þingsins, þannig er sami grundvöllurinn undir Búnaðarfél. Íslands. Því er það, að, Búnaðarfél., sem reist er á þessum fasta grundvelli, hefir meiri rétt til þess að koma til Alþ. og segja: Það er réttmætt að fela okkur þessi mál til meðferðar, þar sem svona er gengið frá öllum undirbúningi.

Ennfremur minntist hv. 4. þm. Reykv. á það, að í núgildandi fjárl. og því fjárlagafrv., sem vér nú höfum nýlega afgr. frá þessari d., væru sérstök ákvæði í sambandi við fjárveitinguna til Bfél. Ísl., sem tryggðu Alþ. líka, sem sé þau ákvæði, að fjárveitingin, sem nú er gert ráð fyrir að sé 200 þús. kr., er veitt með því skilyrði, að atvmrn. samþ. fjárhagsáætlun búnaðarþingsins. Þarna hefir búnaðarþingi(S líka aðhald.

Að lokum vil ég segja það, sem ég hefi sagt hér áður tvisvar eða þrisvar sinnum í sambandi við þetta mál, að það, sem ég legg áherzluna á, jafnframt því sem ég tek undir með hv. aðalflm. og staðfestir eindregið ósk, sem kom fram frá búnaðarþinginu, að gott samkomulag verði milli Alþ. og búnaðarþingsins, því að verst væri, ef stofnað yrði til ófriðar og reipdráttar milli löggjafarvaldsins og búnaðarþingsins.

Ég tek undir það með hv. 2. þm. Skagf., að undir öllum kringumstæðum eigi þetta mál að fara til landbn.