25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í C-deild Alþingistíðinda. (3371)

226. mál, jarðræktarlög

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Það er aðeins út af þessari smellnu samlíkingu hv. þm. V.-Húnv. um minnismerki Jóns Sigurðssonar hér á Austurvelli að ég stend upp. Mér fannst hún sanna ágætlega mitt mál. Því að hvers vegna sneri eigandinn henni svo öfugt? Alþ. hafði falið honum of mikið sjálfræði. Ef Alþ. hefði um leið og það veitti féð áskilið sér atkv. um framkvæmdina, þá hefði aldrei komið til árekstra. Þetta er nákvæmlega það dæmi, sem ég hefi dregið hér fram. Alþ. á ekki að setja upp sjálfstæðar stofnanir, veita fyrst fé til þeirra, láta síðan stofnunina sjálfa snúa því upp, sem ætlazt var til, að sneri niður, og bakhlutanum þangað, sem andlitið átti að snúa.