15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 680 í C-deild Alþingistíðinda. (3624)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Það fór eins og ég raunar bjóst við, að það er tiltölulega lítið, sem okkur hv. frsm. minni hl. ber á milli þessu máli. Eru það aðallega tvö atriði, þau, sem hann vill setja að skilyrði fyrir sínu atkvæði með frv. Ég get endurtekið það, að ég skil ekkert í því, að svo góður lagamaður sem hv. 2. þm. Reykv. skuli setja svo strangt skilyrði fyrir sínu atkvæði með jafngóðum breyt. og hér er lagt til, að verði gerðar á æðsta dómstóli þjóðarinnar. Hann gekk inn á það, að frá sjónarmiði minni hl. væri það aðeins formsatriði, að hæstiréttur væri lagður niður, og þá hlýtur hann að fyrirgefa það, að ég legg til, að brtt. hans um það formsatriði verði ekki samþ.

Hv. þm. gerði samanburð á þeirri breyt., sem gerð var á æðsta dómstóli landsins 1919, þegar hæstiréttur var stofnaður, og þeirri breyt., sem fimmtardómsfrv. fjallar um nú, og hann taldi þá siðartöldu breyt. svo miklu minni, en ég get ekki fallizt á það og sé ekki betur en að með sama rétti megi segja, að 1919 hefði verið hægt að fjölga dómurum í landsyfirréttinum, sem þá fell niður. Breyt. þá var raunar ekki mikil, að öðru leyti en því, að æðsta dómsvaldið var flutt inn landið, sem flestum tilfellum var þó aðeins formsatriði, því það voru aðeins sárfá af dómstólamálum, sem fóru fyrir hinn danska hæstarétt, svona 1–2 mál á ári. Það var þá að vísu upptekinn munnlegur málflutningur staðinn fyrir skriflegan áður, en sú breyt. var ekki meiri en breyt. nú á leynilegri og opinberri atkvgr.

Þá var hv. þm. að tala um, að það skapaði slæmt fordæmi, ef hæstiréttur yrði lagður niður, svo virðuleg stofnun. Já, fyrir hverja er það fordæmi gefið? Fyrir Alþingi sjálft. Og slíkt fordæmi gaf þingið sjálfu sér, þegar það lagði niður landsyfirréttinn. En mér finnst ekki vera hægt að tala um fordæmi þessu sambandi. Alþingi mun vissulega á hverjum tíma gera þær ráðstafanir, er það telur heppilegar. um þær stofnanir, sem það ræður yfir, án þess að leita að fordæmum. Þó nefndi hv. þm. ýms atriði, sem prófessorar lagadeildar háskólans hefðu fundið frv. til foráttu áliti sínu 1930, t. d. um nafnið fimmtardómur, sem hann telur nú málfræðilega réttara heldur en hæstiréttur, og sömuleiðis telur hann nú, að hlutkesti milli prófessoranna um þátttöku dómstörfum fimmtardómi sé ekki heppilegasta valið, heldur skuli raða samkomulag á milli prófessoranna. hér hefir prófessorinn breytt um skoðun og telur nú óheppilegt, sem hann þá taldi heppilegt. Ég vona, að hv. þm. finni á sama hátt ástæðuna til þess að breyta um skoðun á því atriði, að óþarft sé að amast við því, að hæstiréttur verði lagður niður.

Þá er það dómaraprófið, sem er aðaluppistaðan mótmælum hans gegn minni skoðun á frv. Hann sagði ræðu sinni áðan, að það væri ekki sambærilegt fyrir okkur að miða við erlenda reynslu þessum efnum. Ef við eigum á annað borð að leggja hér nokkuð upp úr reynslu, þá er um það eitt að gera að sækja hana til annara þjóða, en það er dálítið einkennilegt að sækja þetta fyrirkomulag til Dana, sem eru einir um það, og a. m. k. situr það sízt á sjálfstæðismanni að vera svo fastheldinn þennan arf frá „dönsku mömmu“ sem raun er á.

Þá ræddi hv. frsm. minni hl. um það, hve nauðsynlegt væri að halda réttinum ópólitískum, en hann hefir ekki bent á nein ráð til þess að tryggja það. Og ég veit ekki betur en að allir þeir dómarar, er setið hafa bæði landsyfirrétti og hæstarétti, hafi verið pólitískir, og sumir jafnvel ekki síður pólitískir en hinir pólitísku ráðherrar, sem skipuðu þá og hv. þm. er svo hræddur við. Hann viðurkenndi, að pólitískar flokkadeilur um réttinn væru mjög hættulegar trausti réttarins. En ég syndi einmitt fram á það, að með dómaraprófinu væri hæstarétti einmitt fengið vopn hendur, sem telja mætti pólitískt, og það er miklu hættumeiru hendi pólitískra dómara, sem eru sveipaðir helgihjúpi réttarins, heldur en hendi ráðh., sem ber ábyrgð sinna gerða gagnvart þingi og þjóð og hægt er að deila á án þess að fá sand af flokksblöðum geltandi á móti sér um það, að ráðizt sé á dómhelgi réttarins. Þótt ákvæðið um dómarapróf hafi verið lögum síðan 1919, þá hefir það aldrei komið til framkvæmda og ekki einu sinni þegar hæstiréttur var stofnaður. Það er því engin reynsla fyrir hendi og ekkert hægt að vita, á hvern hatt dómararnir mundu beita því, hvort þeir legðu meiri áherzlu á formhlið málanna eða efnishlið. Ef þeir legðu eingöngu áherzlu á formhlið málanna t. d. einhverjar reglur, sem giltu í réttinum og hann hefði skapað sér, en þeim, er prófraunina þreytti, væri ókunnugt um, þá gæti hann hæglega fallið að dómi réttarins, jafnvel þótt hann hefði ágæta hæfileika og hefði leyst sitt hlutverk prýðilega hvað efnishlið málsins snerti og hefði mikil skilyrði til þess að verða ágætur dómari samstarfi með reyndum dómurum. En dómararnir mundu fella hann frá prófi, af því að þeir teldu hann hafa brotið einhverjar grundvallarreglur, sem dómari hæstarétti yrði að fylgja. Ef dómararnir á annað borð hefðu tilhneigingu til þess að fella mann frá dómi, er þeim auðvelt að búa til ýmiskonar lagaflækjur, sem réttlættu þeirra úrskurð. — Hv. þm. vildi neita því, að úrskurðarvald hæstaréttardómara væri aðeins neitandi samkv. gildandi l., en hann sýndi ekkert fram á það, á hvern hátt vald þeirra væri víðtækara, og ég hefi gaman af að benda honum á það, að í brtt. minni hl. er ekkert tekið fram um það hver dæma á um frammistöðu þess, er prófraun þreytir. Það gæti m. a. s. eins vel verið dómsmrh. eins og dómarar hæstaréttar, og mætti hugsa sér, að einhver dómsmrh. héldi slíku fram. Hinsvegar hefi ég gengið út frá því, að átt sé við dómarana, en ég vil benda hv. frsm. minni hl. á það, hvort ekki væri réttara að ganga betur frá þessari brtt.

Ef það er hinsvegar alvara hv. þm., að vald réttarins í þessu atriði eigi að vera meira en neitandi vald, ef hann eigi að hafa vald til þess að skapa sig sjálfur, þá erum við ákaflega ósammála. Ég legg mikið upp úr því, sem tíðkast hjá öðrum menningarþjóðum þessum tilfellum, og slíkt þekkist hvergi meðal menningarþjóða.

Þá er það eitt smáatriði brtt. hans, sem hv. þm. líkar mjög illa, að ég skuli ekki vilja fallast á, en það er brtt. um það, að dómsmrh. sé skyldugur til þess að svipta þann hæstaréttarmálaflm. rétti til málflutnings samkv. kröfu réttarins, er rétturinn hefir þrisvar sektað fyrir ósæmilegan málflutning. Ég álit þetta ákvæði óþarft. Í flestum tilfellum væri það svo sjálfsagt að sinna kröfu réttarins í þessu efni, en hinsvegar gæti það komið fyrir, að það væri rangt að láta manninn missa sinn rétt og að hæstiréttur hefði sýnt honum ranglæti með kröfu sinni, þó ég viðurkenni, að það sé varla hugsanlegt.

Hv. þm. andmælti minni ályktun um það, að dómsmrh. hefði aðstöðu til þess að setja dómara réttinn, en ég veit ekki betur en að það sé tryggt í niðurlagi 7. gr. Ef ekki er af einhverjum ástæðum hægt að fá lagaprófessora háskólans til þess að taka sæti réttinum eins og lög mæla fyrir, þá verður veitingarvaldið vitanlega að sjá um, að rétturinn sé fullsetinn.

Ég held, að það sé rangt hjá hv. þm., að það sé ólöglegt að lögskipa félagsskap meðal hæstaréttarmálaflutningsmanna. mörgum löndum, sem hafa við líka stjskr. að búa og við er slíkur félagsskapur lögskipaður. Löggjafarvaldinu hlýtur að vera heimilt að setja félagsskap þeirrar stéttar skyldur og skilyrði, sem það hefir veitt sérréttindi, sem henni eru til stórra hagsbóta. Og ég álít, að þessi félagsskapur hafi mikla þýðingu til góðs fyrir stéttina, en um það sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða þetta skipti.