19.03.1932
Neðri deild: 33. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í C-deild Alþingistíðinda. (3645)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Við hv. 2. þm. Reykv. berum fram till. um tvær litlar breyt, á frv. Hin fyrri er við 26. gr. Hún gerir ráð fyrir, að stj. félags málaflutningsmanna við fimmtardóm hafi rétt til að ákveða þóknanir málaflutningsmanna og málskostnað, ef slíkt er undir hana borið. Við leggjum til, að stj. skuli vera skylt að ákveða þóknanirnar, ef annarhvor aðili ber það undir hana, en báðir aðiljar skuli þó hafa rétt til að bera ágreininginn undir dómstólana.

Síðari brtt. okkar er við 51. gr. Eftir þeirri gr. er skylt að kveða upp úskurð í réttinum um hvert mál, áður en hið næsta kemur til flutnings. Þetta fannst okkur vera of strangt. Það geta komið tvö mál fyrir réttinn á sama tíma, sem eru svo lík, að þau eigi að vera samferða, t. d. þegar sama varðskip tekur tvo togara. Við leggjum því til, að orðunum „að jafnaði“ sé bætt inn gr., þannig að heimilt sé að víkja frá þessu ákvæði gr., þegar nauðsyn krefur.