31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í C-deild Alþingistíðinda. (3683)

15. mál, fimmtardómur

Jón Baldvinsson:

Ég vil beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta, hvar takmörkin eigi að vera, ef á að fara að bóka aths. sem þessar fundargerðina. Það getur alltaf komið fyrir, að menn greini á um atkvgr. eftir á, en þá á að vera hægt að rekja það fundarbókinni, sem skýrir frá úrslitum. Mér finnst því óeðlilegt að fara að færa ummæli hæstv. forseta inn fundargerðina, þar sem ég geri ráð fyrir, að skrifarar hafi náð ræðu hans og hún muni því birtast Alþt. Ég geri ráð fyrir, að ég þyrfti oft að fá aths. inn í gerðabókina, ef ætti að fara inn á þá braut, sem hv. 1. landsk. vill fara inn á.