31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 717 í C-deild Alþingistíðinda. (3693)

15. mál, fimmtardómur

Jón Jónsson:

Mér þykir þetta allundarlegar umr. Ég skildi hv. 1. landslk. þannig, að hann ætlaðist til, að aths. sú, sem hér er farið fram á að fá bókaða, komi fyrst gerðabók þessa fundar. Ég skal játa það, að ég er ekki kunnugur þingsköpum, en mér finnst það meinbægni að lofa aths. þessari ekki að komast að, ef hún er stutt og kurteislega orðuð, því að mér finnst undarlegt, ef þingmenn eiga að vera réttminni hvað þetta snertir heldur en t. d. hreppsnefndarmenn, sýslunefndarmenn og bæjarfulltrúar. Um bókunina gær þýðir ekki að deila, þar sem hún hefir þegar verið samþ. Af þessum ástæðum, sem ég nú hefi tekið fram, sé ég mér ekki annað fært en að vera með því að leyfa það, að stutt aths. fái að komast inn gerðabók þessa fundar. Vildi ég því mælast til þess, að það komi fram skrifl. till. um það, sem óskað er bókað.

Út af ummælum hv. 2. landsk. um það, hvar takmörkin ættu að vera fyrir því, hvað ætti að bókast gerðabækur þingsins, ef á annað borð farið væri að leyfa þm. að koma að aths. við þær, vil ég taka það fram, að það hlýtur að verða að vera á valdi deildanna að skera úr því í hverju tilfelli.