30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 739 í C-deild Alþingistíðinda. (3716)

15. mál, fimmtardómur

Jón Jónsson:

Ég hefi orðið fyrir því óláni, að frv. þetta skyldi lenda þeirri n., sem ég á sæti í, óláni, segi ég, af því að mál þetta krefst ýtarlegrar og nákvæmrar rannsóknar og er orðið sérstakt hitamál. Æðsti dómstóll landsins er tvímælalaust helgasta stofnun þjóðarinnar, næst Alþingi sjálfu. Það er því eðlilegt og sjálfsagt, að allt sé gert til þess að vanda til þessa dómstóls svo sem mannlegur máttur frekast orkar, til þess að tryggja réttaröryggið sem mest. Því á að vanda bæði löggjöfina um dóminn og val dómaranna, því að þetta hvorttveggja verður að fara saman, ef allt á að fara vel úr hendi. Með samningu sjálfrar stjskr. hefir verið lögð áherzla á það, hversu þýðingarmikil þessi löggjöf um æðsta dómstólinn sé, þar sem hana eru sett a. m. k. tvö ákvæði til þess að tryggja óhlutdrægni og sjálfstæði dómaranna sem bezt. Ég efast ekki heldur um, að tilgangurinn með þessu frv., sem nú liggur hér fyrir, sé að tryggja réttaröryggið, og sum ákvæði frv. miða tvímælalaust í þá átt. Þess vegna hefi ég ekki hikað við að leggja til, að frv. yrði samþ., þótt ég telji æskilegra, að örfáar breyt. séu á því gerðar. Þau tvö atriði, sem ég tel mestu skipta, eru hin opinbera atkvgr. réttinum, sem mér blandast ekki hugur um, að verður lærdómsrík fyrir þá, sem lögfræði stunda, og frá mínum leikmannsbæjardyrum séð, verður þetta ákvæði til þess að skapa dómurunum réttmætt aðhald. Hitt atriðið, sem ég tel einnig miða til aukins réttaröryggis er, að gert er ráð fyrir, að dómurunum sé fjölgað. Ég geng inn á þann rökstuðning, að venjulega muni vera meiri líkur til, að dómur verði betur vandaður, ef 5 menn fjalla um hann stað 3ja, og er líklegra, að málsástæður allar verði betur athugaðar frá öllum hliðum, því að það er svo, að hver maður hefir að nokkru leyti sitt vissa sjónarmið. En sé það dregið fram og borið saman hvað við annað, eru líkur til, að rétt verði niðurstaðan. E. t. v. má það telja galla þessu sambandi, að dómararnir skuli ekki allir vera gerðir fastir, en 2 af þeim einungis aukadómarar. En því veldur okkar fátækt. Þetta er mjög viðunanleg lausn bili, þar sem þeir menn eru teknir sem aukadómarar, sem áður hafa átt að gegna störfum sem varadómarar og hafa bezt tækifæri til að fylgjast með löggjöf landsins, málameðferð og dómsúrskurðum. En þrátt fyrir það get ég vel trúað og býst við, að þetta verði ekki nema bráðabirgðafyrirkomulag. Þegar kreppunni léttir verða e.t.v. allir 5 dómararnir gerðir fastir. Þetta byggi ég m. a. á því, að störf hæstaréttar fara hraðvaxandi ár frá ári, eins og eðlilegt er, þegar þjóðlífið er að verða fjölbreyttara og fjölbreyttara, auk þess sem fólkinu fjölgar. Þessi tvö ákvæði tel ég svo mikilsverð, að réttmætt sé að samþ. frv. En um leið og gengið er inn á það, að meira öryggi sé fyrir réttri niðurstöðu dóma því fleiri menn, sem um þá fjalla, þá finnst mér gæta mótsagnar því, hvernig þeir menn eru skipaðir. Frv. stefnir þar þveröfuga átt og vill draga úr því, að eins margir menn fjalli um það atriði og nú er. Því að hér í 8. gr. er lagt til að fella niður eitt ákvæði, dómararaunina, sem ég tel, að hafi átt að vera tryggingarákvæði hjá löggjöfunum fyrir því, að hæfir menn kæmu réttinn, og ég tel viðurhlutamikið að fella það niður, nema því aðeins, að eitthvað annað betra komi staðinn. Mér finnst það mótsögn við hitt ákvæðið — fjölgun dómaranna, þar sem það er talið sönnun fyrir því, að dómar fari betur úr hendi, þá álít ég eins miklar líkur fyrir því, að val dómaranna fari betur úr hendi, ef fleiri menn fjalla um það. Ég tel dómaraprófið vera sett einungis til þess að tryggja, að réttinn komi þeir einir, sem hafi hæfilega lagaþekkingu og nógu mikla dómgreind gagnvart dómum. Að öðru leyti eru hendur veitingarvaldsins ekki bundnar um annað en að teknir séu hæfir menn. Veitingarvaldið á að vera höndum ríkisstj. og sé ég ekki annað en að allar líkur séu til, að stj. hafi í mörgum tilfellum úr mörgum mönnum að velja, þrátt fyrir þetta ákvæði. Flestir sæmilegir lögfræðingar myndu standast þessa prófraun, en ríkisstj. því ekki bundnari af henni en við veitingu annara embætta af embættisprófi. — Hv. frsm. meiri hl. var eitthvað að víkja að því, að þetta fyrirkomulag um dómarapróf væri orðið úrelt. Ég sá ekki, á hverju hann byggði það, nema ef vera skyldi það, að þetta væri einungis í einu landi. En það sannar ekkert, hvort einn hlutur er úreltur eða ekki, hvort aðrar þjóðir hafa sama fyrirkomulag eða ekki. Hitt er annað, hvað okkar eigin skynsemi segir um þetta. Mín skynsemi segir, að fáir munu færari að dæma um lagaþekkingu manna en æðsti dómstóll landsins. En þó úrskurður um lagaþekking dómaraefna sé lagður undir dómstólinn sjálfan, þá eru mörg fleiri atriði, sem koma til greina við val dómara, og það liggur hendi ríkisstj. eftir sem áður að dæma um þau. Ég get því ekki séð, að réttmætt sé að kalla þetta ákvæði úrelt. Hinsvegar get ég hugsað mér, að bjarga mætti þessu á einhvern annan hátt. Þó tel ég þetta að vissu leyti bezt hvað þetta atriði snertir. Ég tel það því afturför frá því, sem nú er, að fella niður dómararaunina. Vildi ég heldur stuðla að því, að fleiri ættu að fjalla um val dómaranna, því að mest veltur á því, hvernig það verður, og hefi ég því leyft mér að bera fram till. á þskj. 591, sem ákveða nokkuð annað en nú er gert lögum um skipun dómaranna, sem sé, að ríkisstj. öll skuli taka þetta mál til meðferðar á ráðherrafundi og að forsrh. skuli undirrita beiðnina til konungs. Þetta er sjálfu sér ekki nýtt, þar sem þessi sömu ákvæði eru að vissu leyti kgl. auglýs. frá 1924. Þar hygg ég, að gert sé ráð fyrir, að veiting mikilvægra embætta skuli afgreidd á ráðherrafundi, og ég veit ekki, hvaða embættaveiting þessu landi er mikilvæg, ef ekki embættaveiting við æðsta dómstól landsins. Þar sem veltur á jafnmiklu um allt okkar þjóðlíf og öryggi þegnanna, finnst mér réttmætt að lögbinda einmitt þetta fyrirkomulag, sem gert er ráð fyrir í þessari kgl. augl. Hv. 4. landsk. vék að því, að ég myndi miða till. mína við núv. ástand. Ég get sagt þeim góða manni, að þetta er rangt, og væri betra fyrir hann að líta sér ögn nær, því að ef miðað er við nokkurn sérstakan atburð, er gerzt hefir okkar stjórnarsögu, þá er það ekki atburður, sem gerzt hefir tíð þessarar stj., heldur veiting mikilvægs embættis, sem framkvæmd var af manni, sem er samflokksmaður hv. 4. landsk. Það getur komið hlut fleiri en núv. ríkisstj. að veita slík embætti, og þess vegna getur farið svo, að þessháttar ákvæði séu ekki óþörf. Og flestir munu líta svo á, að ekki hefði verið verra, þótt slík ákvæði hefðu verið til, þegar embættið, sem ég gat um áður, var veitt. (Dómsmrh.: Hvaða embætti?). Hæstv. dómsmrh. veit það, þótt það væri ekki í tíð hans stjórnar. Að öllu þessu athuguðu finnst mér fyllilega ástæða til að bera fram þessar till., sem ég hefi gert á þskj. 591, og vænti ég, að þær verði samþ.

Ég skal geta þess, að ég hefi, ásamt samnm. mínum, hv. 4. landsk. flutt nokkrar brtt. á öðru þskj. Ég hefi nú þegar minnzt á eina, og hinar eru smávægilegar, sem hann hefir sjálfur skýrt svo vel, að ég sé ekki ástæðu til að fara út þær. En ég skal geta þess, að ég legg minnsta áherzlu á 4. brtt. Þó hygg ég, að hún sé réttmæt, en tel hana minnstu máli skipta.

Sem sagt, ég vona, að d. taki vel þessum till. okkar, og að málið fáist afgreitt af þinginu.