02.05.1932
Efri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í C-deild Alþingistíðinda. (3744)

15. mál, fimmtardómur

Jón Þorláksson:

Því miður gat ég ekki verið viðstaddur, þegar hv. 4. landsk. hélt fyrri hl. ræðu sinnar, og verð ég því að biðja afsökunar á því, ef ég kann að endurtaka að einhverju leyti það, sem hann kann að hafa sagt.

Ég vil fyrsta lagi leiðrétta það ámæli, sem kom fram ræðu hv. 2. þm. Árn., sem bar það fram hér, að hæstiréttur hefði verið gerður að flokksdómi, þegar hann var stofnaður 1919, og dómararnir nefndir hann einhliða úr flokki. Ég held, að ég fari rétt með það, að sá forsrh., sem fyrstur hafði á hendi veitingar embætta hæstaréttar, hafi verið Jón sál. Magnússon, sem hafði verið Heimastjórnarflokknum, meðan sá flokkur hélzt við, en af þeim 5 dómurum, sem sæti tóku réttinum, held ég, að ekki verði sett flokksmerki með neinum sanni nema þá hæsta lagi á einn þeirra. Ég get nefnt nöfn þessara manna; tveir þeirra eru látnir heiðursmenn og hinir þrír valinkunnir með þjóðinni. Kristján Jónsson og Halldór Daníelsson voru báðir sjálfstæðismenn, og þeir höfðu báðir tveir átt sæti yfirréttinum gamla. Páll Einarsson var og andstæðingur Heimastjórnarflokksins, og Lárus H. Bjarnason hafði að vísu verið þeim flokki áður, en var genginn úr honum fyrir 6 árum og hafði boðið sig fram til þings í andstöðu við flokkinn. Og Eggert Briem, sem hafði verið skrifstofustjóri stjórnarráðinu, en var orðinn dómari yfirréttinum fyrir nokkru, áður en hæstiréttur var stofnaður, hafði ekki gefið sig að stjórnmálum þá né síðar. Ef á að rekja afstöðu þeirra, hvernig hún var, meðan Heimastjórnarflokkurinn var við völd, þá var hún þessi. Það er því alls ekki rétt hjá hv. 2. þm. Árn., að þessi dómstóll hafi verið flokkslitaður, þegar hann var settur. Ég skoða þessi ummæli hv. 2. þm. Árn. aðeins sem einn lið þeirri keðju af missögnum, sem reynt er að dreifa út um hæstarétt, og hefir átt að vera stoð undir þetta frv. Og það er það leiðinlegasta við þetta mál allt, að það hefir verið borið fram á hann hátt, að geðríkur dómsmrh., sem hefir tapað málum fyrir þessum rétti, hefir ekki þolað það betur en svo, að hann hefir síðan reynt á alla lund að ámæla honum, og þessi mikla óvild hans er ástæðan fyrir þessum breyt., sem hann vill nú gera á þessum æðsta dómstóli landsins.

Þá var það aðeins eitt atriði enn, sem ég ætla að víkja að, og það var sú skáldsaga, sem hæstv. ráðh. sagði hér um meðferð bankamálanna og flutning milli ráðuneytanna. Það stóð svo á, að fyrrv. alþm. Björn Kristjánsson var hér viðstaddur sem áheyrandi. Hæstv. ráðh. stóðst það ekki og kom því með þessa skröksögu þessum utanþingsmanni til ama og niðrunar. Þessi skröksaga hæstv. ráðh. byrjaði á því, að þegar Björn Kristjánsson árið 1917 tók sæti okkar fyrsta 3ja manna ráðuneyti sem fjmrh., þá hafi bankamálunum verið forðað úr hans höndum og flutt úr fjármaladeildinni og í atvinnumáladeildina. Þetta er algerður tilbúningur og tilhæfulaust. Bankamálin höfðu alla tíð frá 1904, þegar stj. fluttist inn landið, og allt til þessa tíma verið í atvinnumáladeildinni. Þeim var því ekkert forðað undan Birni Kristjánssyni fjmrh., því að þau heyrðu undir allt aðra starfsdeild. Þetta var upphaf skáldsöguunnar, en endirinn var sá, að þegar Sigurði Eggerz var veitt bankastjórastaða á ráðherrafundi, þá hafi Magnús Jónsson ekki verið á fundinum. Það má nú segja það um marga aðra menn, að þeir hafi ekki verið á þessum fundi, því að þá var enginn Magnús Jónsson í stjórninni. Allt ráðuneytið var á þessum fundi, en enginn annar. Svona var þá upphafið og endirinn á þessari skáldsögu, og það, sem á milli var, var upphafinu og endinum líkt.