11.04.1932
Efri deild: 48. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í D-deild Alþingistíðinda. (3929)

29. mál, fávitahæli

Guðrún Lárusdóttir:

Hv. 3. landsk. minntist á ummæli landlæknis í málinu, og eru þau að vísu ágæt, en ekki er þó hægt að skoða þau sem samþykkt Alþingis. Þau eru aðeins stuðningur við málið og ættu einmitt að hvetja hv. 3. landsk. til þess að greiða brtt. minni atkv. Verð ég því að halda fast við mína brtt. Aðalatriðið er, að það sjáist, að eitthvað hafi verið gert.