20.05.1932
Neðri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1106 í C-deild Alþingistíðinda. (4076)

70. mál, ábúðarlög

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Landbn. hefir athugað þær brtt., sem fyrir liggja við frv., og skal ég lítillega drepa á, hverja afstöðu hún hefir tekið til þeirra.

Ég ætla þá fyrst að snúa mér að brtt. á þskj. 760, frá hv. 2. þm. Reykv. Um 3 fyrstu brtt., sem eru í raun og veru ein brtt. í 3 liðum, og fjallar um það, að numið verði í burtu úr frv. að Búnaðarfél. hafi nokkuð um það að segja, hvort jarðir megi sameina, hvort leyfð skuli ábúð sama manns á 2 eða fleiri jörðum samtímis, og um skiptingu jarða, skal ég geta þess, að n. hefir óbundin atkv. um þessi atr. Ég lít sjálfur svo á, að þessi ákvæði megi gjarnan standa, eins og ég gerði grein fyrir við 2. umr. Búnaðarfél. yrði þá einskonar yfirdómur um þessi mal, ef með þyrfti, og mundi sjá um, að samræmis gætti um veitingu þessara leyfa í hinum einstöku sveitum landsins. En annars álít ég þetta ekki mikið atr., og mun ekki hefja neinar deilur um það.

Um 2. brtt. á sama þskj., við 3. gr., þar sem hv. 2. þm. Reykv. leggur til, að auk þess, að svo er ráð fyrir gert í 3. gr. frv., að ef jörðin, er ónotuð, þá þurfi ekki að greiða af henni skatta, þá skuli eigandinn ekki heldur þurfa að inna af höndum önnur lögskil, en þau eru hreinsun heimalanda, smalamennska, bréfaburður, refaeyðing og annað slíkt, er það að segja, að n. getur ekki fallizt á þetta. Skyldu eins og bréfaburð er náttúrlega útilokað, að eigandi geti innt af höndum, því til þess þarf hann að vera á staðnum, enda verður þess vafalaust ekki krafizt; a. m. k. veit ég ekki til, að það hafi verið gert, þó jörð hafi verið í eyði. En þó jörð sé í auðn 1 ár, þá verður eigandinn auðvitað að sjá um hreinsun heimalands, og getur n. ekki fallizt á að losa hann við slíka kvöð. Hv. þm. talaði um, að ef jörð lægi í eyði til langframa, þá væri það hörð kvöð að inna þetta af höndum fyrir eyðijarðir. Ég hygg, að það kæmi nú mjög sjaldan til þess. Það er náttúrlega hægt að varpa þessu fram sem hugsanlegum möguleika, en í reyndinni kæmi það varla fyrir, því sjálfsagt mundi landsdrottinn gera sér far um að losa sig við slíka jörð á einhvern hatt. Hún yrði sjálfsagt í ýmsum tilfellum lögð til afréttarlands sveitarfélagsins eða upprekstrarfélags; það hefir venjulega farið svo með eyðijarðir. Aftur á móti, þó jörð sé í eyði 12 ár, þá sér n. enga ástæðu til, að þessi kvöð verði af landsdrottni tekin. Landbn. mælir því gegn því, að þessi till. verði samþ. Aftur á móti skal ég taka það fram, að n. álítur, að 3 brtt., sem er aðeins orðabreyt., sé til bóta, og mælir með, að hún verði samþ.

Þá kemur 4. brtt., við 9. gr., og er þar um efnisbreyt. að ræða. Þar er svo tiltekið, að allar jarðir skuli byggja æfilangt, og hafi ekkja landseta ábúðarréttinn, þar til hún giftist af nýju. N. getur fallizt á, að þetta megi svo vera; þó það kunni að vera skiptar skoðanir innan landbn. um þetta, sér hún ekki ástæðu til að gera þetta að ágreiningsmáli, og vil ég því mæla með, að brtt. verði samþ.

Þá er á öðru þskj., 780, frá sama þm. brtt. um það, að leyfi það, sem landsdrottinn hefir til að taka jörð úr ábúð, sé rýmkað nokkuð með því, að bætt sé við upptalninguna: stjúpbarni, tengdabarni eða kjörbarni. N. hafði ekki ástæðu til að taka afstöðu til þessarar till, af því að hún kom svo seint fram, og skal ég því ekki ræða um hana frekar, því ég álít hana líka sjálfur aukaatr., en mun annars með atkvæði mínu sýna mína afstöðu til hennar.

Þá er 5. brtt. á þskj. 760; hún er í raun og veru í samræmi við brtt. hv. l. þm. N.-M., sem ég minntist á í gær. Ég vil geta þess, að hún er um það, að það falli burt úr 9. gr., þar sem talað er um, að ef landsdrottinn vill taka jörð úr ábúð fyrir sig eða skyldmenni sín, þá geti hann það ekki, nema setjast á hana sjálfur eða afhenda hana öðrum til eignar og ábúðar. Hv. flm. leggur til, að „eignar“ sé þarna tekið burt. Landbn. hefir óbundin atkv. um þessa till. Sjálfur greindi ég frá afstöðu minni í gær, og skal ekki taka það upp aftur að þessu sinni.

Þá er 6. brtt., við 16. gr., sem fjallar um húsaskyldu landsdrottins. Hv. flm. till. leggur til, að bætt verði inn nýrri málsgr. um að ákvæði l. mgr. 16. gr. gildi ekki, ef landsdrottinn hefir lagt til nægileg peningshús, sem enn eru að dómi úttektarmanna í nothæfu ástandi, en verða nú eigi notuð til fulls vegna breyttra búnaðarhátta á jörðinni, t. d., ef tekið væri upp kúabú í stað sauðfjárbús, sem áður hefði verið. Þetta telur n. rétt, því hún álítur, að ekki komi til mála að láta landsdrottin byggja tvöfalt eða þrefalt við það, sem þarf yfir þann búpening, sem jörðin getur fleytt. N. mælir því með því, að þessi brtt. verði samþ.

Þá er það 7. brtt., við 17. gr. frv. Þar leggur hv. flm. til, að síðari málsl. falli niður. Hann hljóðar um það, að landsdrottinn geti falið leiguliða að annast um vátryggingu á húsum á leigujörð fyrir sína hönd. Hv. þm. sagði, að rétta væri svo sjálfsagt, að það væri óviðfelldið að vera að taka það fram í lögum, að það væri hægt fyrir mann að fela öðrum að gera eitthvað fyrir sína hönd samkv. samningi. En landbn. lítur svo á, að hér með sé leiguliða gert það að skyldu að annast þetta fyrir landsdrottin, ef það er hægara fyrir hann að fela leiguliða þetta en að sjá sjálfur um það. Þetta mundi helzt gilda, ef landsdrottinn byggi sjálfur langt frá leigujörðinni. Ef landsdrottinn t. d. byggi í öðru sýslufélagi en leigujörð hans væri í, þá gæti verið betra fyrir hann, að leiguliðinn sæi um þetta fyrir hann, greiddi t. d. nokkurn hluta af eftirgjaldinu fyrir vátryggingu á húsunum. Við slík tækifæri lítur n. svo á, að það eigi að vera skylda leiguliða að annast þetta fyrir landsdrottin, ef hann vill. En það má vel vera, að það væri betur orðað á annan veg, t. d., að leiguliða væri skylt að sjá um þetta. En ég hygg þá, að þegar því er lyst yfir af n., að hún áliti þetta skyldu, þá muni mega álítast, að svo sé. N. leggur því á móti því, að þessi brtt. verði samþ.

Þá er það brtt. við 27, gr.; það er um greiðslu jarðarafgjalda og skatta af leigujörðum. N. fellst á, að sé skýrar ákveðið í brtt. en frv., hvort greiða eigi fyrirfram eða eftir á jarðarafgjöld, og getur yfirleitt fallizt á þessa brtt. hv. þm. Hv. flm. mælti rækilega fyrir brtt., og par sem ég get alveg fallizt á röksemdafærslu hans fyrir henni, þá skal ég ekki lengja tímann með því frekar að færa fram rök fyrir henni.

Næstu brtt., bæði 9. brtt., við 29. gr. og 10. brtt., við 30. gr., eru aðeins leiðréttingar, þar sem fært er til betra máls það, sem í gr. segir, og föllumst við á þær brtt. eins og þær liggja fyrir.

Þá kemur 11. brtt., við 36. gr. Aðalefnisbreyt. er sú, að í þeirri grein er gert ráð fyrir, að ef breyt. verða á verðlagi eða aðstaða til búskapar á jörð breytist, án þess að það sé af náttúruvöldum, eins og t. d. vatnsgangi, skriðum, sandfoki eða öðrum náttúruviðburðum, og án þess að hún breytist fyrir tilverknað leiguliða eða landsdrottins, þá sé hægt að krefjast þess, að nýtt mat fari fram á jörðinni og nýr leigumáli sé settur. Í frv. er ennfremur gert ráð fyrir, að gerðardómur skeri úr þessu, ef samkomulag næst ekki. Hv. þm. leggur til, að gerðardómurinn sé numinn burtu. N. getur fallizt á, að svo megi vera, og að hér sé ekki ástæða til, frekar en í öðrum tilfellum, sem um ræðir í frv., að leggja málið í gerð, og mælir n. því ekkert á móti þessu.

Ég vil í sambandi við þetta minnast á brtt. frá hv. 1. þm. Árn. og hv. 1. þm. Eyf. á þskj. 771, þar sem þeir leggja til, að aftan við þessa gr. bætist ný málsgr., þar sem öðrumhvorum aðilja sé gefin heimild til að krefjast endurmats á leigumála jarðar, ef hann telji hann óviðunandi, samanborið við leigumála á líkum jörðum í þeirri sveit eða héraði. N. leggur til, að þessi viðbót verði samþ. En til samræmis við till. hv. 2. þm. Reykv. hefir hún borið fram brtt. á þskj. 781, um að niðurlag brtt. á þskj. 771 falli niður, því það á frekar við frv., en ekki við till. hv. 2. þm. Reykv.

Þá er það smábrtt. við 37. gr., um reka. Það má vera, að eins og gr. er í frv., sé ákvæði um skiptingu rekans ekki eins skýrt orðað og skyldi, svo að mismunandi skilning megi leggja í það. Ég leit svo á, að niðurlag gr., sem hljóðar svo: „Öll álnarlöng kefli eða minni skulu vera eign leiguliða“, ætti við alla gr. Ég skal viðurkenna það, að ég leit svo á, að þar sem talað er um „álnarlöng kefli eða minna“, þá ætti allt það smælki að vera eign, leiguliðans, í öllum tilfellum. En nú hefir hv. 2. þm. Reykv. lagt til, að skotið verði inn orðinu „þá“ milli „skulu“ og „vera“, svo að þetta hljóðar svo: Skylt er leiguliða, ef sérstakt rekaítak er í ábýlisjörð hans, að hirða reka fyrir eiganda, marka hann viðarmarki hans og bjarga, svo að sjór taki ekki út. Öll álnarlöng kefli eða minni skulu þá vera eign leiguliða“. Og mun þá ekki orka tvímælis, að síðasti málsl. gr. á aðeins við þau tilfelli, þegar í ábýlisjörð leiguliða er sérstakt rekaítak. Það er náttúrlega aukaatr., hvort þessi brtt. verður samþ. eða ekki. En annars hefði ég kosið, að leiguliði ætti alltaf í öllum tilfellum allt smælkið, eins og verið hefir, því það er svo ómerkilegt og verðlaust, að það verður aldrei flutt burt af jörðinni, og getur því eingöngu komið þeim að notum, sem situr á þeirri jörð, sem rekinn er á.

13. brtt., sem er aðeins orðabreyt., föllumst við á.

Þá er brtt. við 41. gr., um kaupskyldu leiguliða á leigujörðum, þar sem hv. 2. þm. Reykv. leggur til, að þó leiguliði verði að víkja af ábýlisjörð sinni, vegna þess að hann vill ekki kaupa eða getur ekki keypt, þá skuli hann þó ekki verða að víkja fyrr en í næstu fardögum, að ársfrestinum liðnum. Landbn. er þessu meðmælt, og mæli ég því með, að brtt. verði samþ.

Um hinar, 15. og 16. brtt., setu aðeins eru smávægilegar orðabreyt., er það að segja, að n. telur rétt að samþ. þær, og álítur, að það megi betur fara, ef þær verða samþ.

Hv. 2. þm. Reykv. minntist lítilsháttar á brtt. landbn. á þskj. 765, um fyrningargjaldið eða leiguliðabótina, þar sem lagt er til, að það sé lækkað um helming frá því, sem er í frv., nefnilega, að það verði aldrei hætta en 1/2% af steinbyggingum og 1% af byggingum úr öðru efni. Í þessu sambandi minntist hv. þm. á, eins og rétt er, að þetta væri samkv. þeim reglum, sem gilda við skattmat fasteigna, og að það mundi einnig hafa verið lagt hér til grundvallar. Hann sagði, að þetta mundi a. m. k. hafa vakað fyrir mþn., en það var ekki mþn., sem setti þetta í frv., heldur var það gert hér eftir till. landbn.

En ég skal nú geta þess, að samkv. okkar till. er svo til ætlazt, að hálft fyrningargjaldið eða leiguliðabótin megi standa vaxtalaust hjá leiguliða meðan hann byr á jörðinni og ekki þarf að endurbyggja hús á henni, og með því móti eru gerðar miklu minni kröfur til leiguliða en ef hann á að svara allri leiguliðabótinni út árlega. Ég skal líka færa rök fyrir því, að það er óþarfi að ætla hámark leiguliðabótarinnar 1% af steinbyggingum og 2% af byggingum úr öðru efni. Ef gert er ráð fyrir, að 1% af kostnaðarverði húsanna sé lagt í sjóð og greiddir af honum 4% vextir á ári, þá mundi þessi 1% í sjóði ná stofni á 38–39 árum. Nú er engin ástæða að ætla, að því er okkur virðist, að vel gerðar steinbyggingar endist ekki lengur en þetta. Með 1/2% gjaldi og 4% vöxtum væri stofninn ekki lengur en 53–54 ár að nást upp. Með 2% gjaldi væri hann á sama hátt ekki nema 26–27 ár að nást upp, og það sýnist okkur óþarfi, þó að um torf- eða timburbyggingar sé að ræða, að ætla þeim ekki að standa lengur, ef þær eru vel gerðar í upphafi. N. hefir því komizt að þeirri niðurstöðu, að fyrningargjaldið, eins og það er nú í frv., sé of hátt og að það sé óþarfi að gera svo háar kröfur til leiguliða í þessu efni. Það má líka gjalda varhuga við að binda leiguliðunum of þunga bagga með leiguliðabótinni. Hún á að vera endurgjald fyrir afnot og fyrningu húsanna, en það er ekki ætlazt til, að hún geti orðið að sjóðsstofnun fyrir landsdrottna umfram það, sem þarf til að endurbyggja á jörðunum. Og ef gott lag er á byggingunum í upphafi, þær vel gerðar o. s. frv., þá er það víst, að það fyrningargjald, sem n. leggur til, mun nægja. Það er náttúrlega ekki hægt að gefa ákveðnar, fastar reglur fyrir því, hvernig þessar byggingar skuli vera í hverju einstöku tilfelli, því þar kemur svo margt til greina, sem er sérstakt fyrir þann stað, sem byggt er á því það og það skiptið, bæði veðráttufar og annað. En ef um slíkar byggingar er að ræða, sem eru svo illa gerðar í upphafi, að það fyrningargjald, sem n. leggur til, nægi ekki, þá sé ég ekki betur en að það bitni á þeim landsdrottni, sem hefir lagt svo illa til húsanna í byrjun, að þau hafa orðið illa gerð.

Þetta gerði það að verkum, að n. sá sér fært að lækka frá því sem var í hennar fyrstu till. fyrningargjaldið eða leiguliðabótina.

Þá held ég, að það sé ekki fleira viðvíkjandi brtt. hv. 2. þm. Reykv. og því, sem hann sagði, sem ástæða sé til fyrir mig að minnast á í þessu sambandi.

Ég hefi þegar talað um brtt. á þskj. 771 frá hv. flm. ábúðarlagafrv., en þá er það brtt. á þskj. 769, frá hv. 1. þm. Árn., þar sem hann leggur til, að gerð sé sú breyt. á 34. gr. frv., þar sem rætt er um það, ef hús á leigujörð verður fyrir skemmdum af völdum nátttúrunnar, svo sem af snjóflóði, vatnsflóði, skriðum eða jarðskjálfta, sem leiguliða verður engin sök á gefin, þá skuli landsdrottinn og leiguliði gera hús aftur í sameiningu. Ennfremur er í frv., eins og það liggur fyrir, ráð fyrir því gert, að leiguliði skuli sjá um allt innlent efni í bygginguna og annast alla efnisflutninga innanlands. Hv. 1. þm. Árn. leggur til, að fellt sé í burtu ákvæðið um, að leiguliði annist alla efnisflutninga innanlands.

N. játar það, að eins og þetta er sett fram í gr. nú, geti það í vissum tilfellum komið illa niður, svo að t. d. þar sem flutningar eru langir og erfiðir, geti hlutur leiguliðans, sá, sem hann á að inna af höndum, orðið honum þungur skattur. Hinsvegar hefir n. ekki tekið fulla afstöðu til brtt. ennþá. N. leit svo á, að það þyrfti að athuga þessa gr. frekar, en hefir annars óbundin atkv. um brtt. En jafnframt leit hún svo á, að þó að brtt. verði samþ., þá þurfi samt að taka þessa gr. frv. til frekari athugunar.

Í gær minntist ég nokkuð á brtt. á þskj. 756, frá hv. 1. þm. N.-M. Ég gerði það þá algerlega frá eigin brjósti, því þá hafði landbn. ennþá ekki athugað aðra aðalbrtt. undir III. lið, um það, að leiguliðabótin skuli lögð í sérstakan sjóð, sem landbn. er samþykk, að gert verði. En í því sambandi get ég getið þess, sem ég líka drap á í gær, að það hefir komið fram till. í n. um, að þessari sjóðsstofnun yrði öðruvísi hagað en ráð er fyrir gert í brtt., sem sé þannig, að landsdrottinn legði líka fé í sjóðinn, og er landbn. ekki á einu máli um, hvort svo skuli vera, en mun greiða atkv. með brtt. eins og hún er nú.

Um V. brtt., við 25. gr., hafa nm. óbundin atkv.

Um síðustu brtt. hv. 1. þm. N.-M., undir VI. lið, við 30. gr., er það að segja, að ég hygg, að hún sé óþörf, og að heppilegra sé að samþ. brtt. um sama efni frá hv. 2. þm. Reykv. Hann hefir orðað alveg um alla 30. gr. og skýrt þar frá, hvað það sé sem valdið geti leiguliða útbyggingu. Býst ég við, að n. muni greiða heim brtt. atkv. sitt.

Ég man svo ekki eftir fleiru, sem ástæða sé til fyrir mig að taka fram.