10.05.1932
Sameinað þing: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í D-deild Alþingistíðinda. (4105)

223. mál, viðskiptasamningar við erlend ríki

Jón Baldvinsson:

Ég ætla aðeins að segja fáein orð út af ummælum hæstv. fjmrh. viðvíkjandi utanríkismálanefndinni. Ég vil spyrja hann, hvort á að taka þau svo, að hann álíti, að Alþýðuflokkurinn eigi rétt á fulltrúa í utanríkismálanefnd, þótt hann hafi ekki atkvæðamagn á þingi til þess að koma þar manni að. En nú er ekki nóg, að hæstv. fjmrh. svari þessu einn, heldur vil ég líka beina þeirri spurningu til formanns Sjálfstæðisflokksins, hvort hans flokkur muni samþ. þetta, ef til kæmi. Hvor þessara stóru flokka sem er getur nefnilega komið í veg fyrir með atkvæðamagni sínu, að Alþýðuflokkurinn fái fulltrúa í nefndina.