29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1273 í C-deild Alþingistíðinda. (4447)

164. mál, framfærslulög

Héðinn Valdimarsson:

Við jafnaðarmenn höfum á mörgum undanförnum þingum verið með till. um breyt. á framfærslulögunum, og síðan árið 1927 hefir þeim smám saman verið breytt nokkuð til batnaðar. Þá bárum við fram víðtækar breyt., en fengum þær ekki samþ. nema að litlu leyti. Var það sérstaklega tvennt, sem við vildum koma í veg fyrir. Annað var fátækraflutningurinn, sem kemur ákaflega illa niður á fátækum styrkþegum, en hitt hinn gífurlegi mismunur á framfærslukostnaði, sem verður milli hreppa landsins. Nú hefir hv. 2. landsk. enn borið fram frv. í þessa átt í hv. Ed., og er það komið í n., eins og hv. 1. þm. N.-M. gat um. Það gleður mig, að hér í Nd. er nú komið fram frv. í svipaða átt, þótt ég verði að telja frv. í Ed., sem við jafnaðarmenn stöndum að, betra, því að það er miklu víðtækara. Ég sé enga ástæðu til þess að fresta þeim umbótum, sem menn sjá, að hljóta að koma með tímanum. En því verður ekki neitað, að ef breyt. sú á fátækral., sem hér liggur fyrir, verður samþ., þá er það töluvert mikil bót frá því, sem nú er. Aðalgallinn á þessu frv., borið saman við frv. í Ed., er sá, að í þessu frv. er gert ráð fyrir, að skipting landsins í framfærsluhéruð haldist áfram. Af því leiðir, að áfram heldur reipdráttur milli sveita út af framfærsluskyldunni, sennilega ekki eins mikill og áður, en þó nokkur, ekki sízt þar sem ætlazt er til, að sá jöfnuður á framfærslukostnaðinum, sem fara á fram eftir á milli framfærsluheraðanna, verði ekki alger, heldur komi aðeins til greina par, sem framfærslukostnaðurinn fer 20% fram úr meðaltali á framfærsluþunga sveitar- og bæjarfélaganna. Sveitarstjórnirnar mundu því eftir sem áður sjá sér hag í því að reyna að koma af sér þeim mönnum, sem líklegir eru til að lenda á sveitinni. Hvötin til þess mundi hinsvegar hverfa, ef frv. okkar jafnaðarmanna væri samþ., því að þar er gert ráð fyrir, að styrkþegum sé greiddur fáækrastyrkurinn í sinni dvalarsveit og kostnaðinum svo jafnað yfir allt landið.

Ýms fleiri atriði eru í frv. í Ed., sem ég tel betri en í þessu frv. Ég vil t. d. benda á, að þar eru fyllri ákvæði um það, hvað eigi að teljast til framfærslukostnaðar í hverri sveit o. s. frv.

Ég og mínir flokksbræður munum greiða atkv. með því, að þetta frv. fái að ganga til n., og þó viðeigum þar engan fulltrúa, væntum við þess, að tillögur okkar, sem felast í Ed.-frv., verði athugaðar jafnhliða og frv. síðan borið fram í deildinni með öllum nauðsynlegum umbótum.