15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

7. mál, lax- og silungsveiði

Forseti (JörB):

Ég ætla, að það þurfi ekki að taka langa stund að bera sig saman um þessa till. Viðvíkjandi orðum hv. þm. Mýr., að mál hafi hér verið tekin svo seint á dagskrá, að þau hafi ekki fengið afgreiðslu, get ég þess, að þau mál, sem hann á við, hafa oft verið tekin fram fyrir önnur mál. Vil ég minna hv. frsm. landbn. á það, að hjá henni liggja nauðsynleg mál, sem hafa legið fyrir síðari þingum, og bólar ekki á þeim.

Til þess að vekja ekki frekari ágreining, hefi ég í hyggju að miðla málum og fresta málinu um sinn. Mun ég halda fundi áfram eftir kvöldverð, og verður málið þá tekið fyrir. Vona ég, að hv. flm. og hv. landbn. geti borið ráð sín saman, og ef hann vill koma með brtt., þá vænti ég, að hv. deild leyfi afbrigði. Vænti ég þess, að hv. flm. og landbn. geti sætt sig við þetta.