20.04.1932
Efri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1049 í B-deild Alþingistíðinda. (626)

18. mál, próf leikfimi- og íþróttakennara

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. hefir gengið gegnum hv. Nd. og var þar vel tekið. Efni frv. er að gera framvegis kröfur til kunnáttu þeirra manna, sem taka að sér kennslu í leikfimi og íþróttum, hvort heldur er við skóla eða fyrir einstök félög, á þann hátt, að á þeim hvíli prófskylda, þá er þeir taka við starfi.

Menntmn. hefir leitað umsagnar fræðslumálastjóra um frv., og lýsti hann því yfir, að hann væri frv. fylgjandi. Fræðslumálastjóri benti þó a, að kannske væri 1. gr. frv. dálítið tvíræð, mætti e. t. v. skilja hana svo, að hún næði jafnt til þeirra kennara, er starfað hafa að þessari kennslu undanfarið, og hinna, er byrja á slíkri kennslu. Mæltist hann jafnvel til, að tekin væri upp í frv. brtt. til þess að útiloka þetta. En eftir að hafa fært þetta í tal við hæstv. kennslumálaráðh. virðist n., að breyt. Þessi muni vera óþörf, því að frvgr. eins og hún er eigi tvímælalaust aðeins við þá kennara, sem hljóta þessi störf eftir að frv. verður að lögum.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta mál, en leyfi mér að óska þess fyrir hönd n., að það verði samþ.