09.03.1932
Efri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (648)

9. mál, brúargerðir

Jón Þorláksson:

Ég vil mæla með því, að brtt. um þessa brú verði samþ. og sett á sinn rétta stað í frv., en það er fyrir aftan 14. lið í IlI. kafla 2. gr. þessarar brúar er sérstök þörf til að tengja saman tvo byggðarlög, Flóann og Grímsnesið. þessi þörf hefir sérstaklega orðið brýn við það, að heyfengur manna jókst í Flóanum fyrir áveiturnar. En í vesturhluta Grímsnessins eru beitilönd góð, en slægjur litlar, og því þörf á aðfluttu heyi.

Ég er ekki vel ánægður með orðalag brtt.: „hjá Kiðjabergi“. Það er um þrjá staði að velja undir brúna; en ef sátt skal segja, þá er raunar enginn þeirra það langt frá Kiðjabergi, að talið verði, að stj. sé af orðalaginu bundin við einn þeirra öðrum fremur. Ég greiði atkv. með till. með þeim skilningi, að stj. sé ekki nánar bundin um val staðarins en það, að brúin komi einhversstaðar milli Kiðjabergs og Öndverðarness. Það fer eftir því, hvernig vegalagningu á þessu svæði verður hagað, hver staðurinn verður heppilegastur.