15.03.1932
Efri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1086 í B-deild Alþingistíðinda. (694)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Jón Jónsson:

Hér er um merkilegt mál að ræða. og þótt ég því miður hafi ekki getað kynnt mér það enn, því að ég vissi ekki, að það var á dagskrá í dag, fyrr en ég kom nú á fundinn, þá vil ég þó minna á eitt atriði.

Í frv. er tryggingarskyldan færð út. Samkv. 3. gr. er skyldutrygging fyrirskipuð á íbúðarhúsum í sveitum ásamt geymsluhúsum, sem þeim eru áföst, og í brtt. n. er þetta heldur fært út og tekin með gripahús og hlöður. Það, sem gera þarf sér grein fyrir, er annarsvegar, hvaða nauðsyn er á þessu, hinsvegar, hvað þetta leggur á landsfólkið. Svo er fyrir að þakka, að brunar eru afarfátíðir í sveitum. a. m. k. litur landsfólkið svo a, að þeir séu ekki mjög alvarlegir. Skömmu eftir aldamót voru samþ. heimildarlög um brunabótasjóði í sveitum. Nú, eftir 20-30 ár, eru þeir ekki ennþá komnir á í meira en 1/4 af sveitum landsins í mesta lagi. Af þessu er það ljóst, að landsfólkið lítur ekki mjög alvarlega á þessa hluti. Það getur vel verið, að með vaxandi lánanotkun sveitamanna aukist vátryggingar. En þar eru þó ekki óhjakvæmileg skilyrði, og margir hafa þegar veðsett jarðir sínar án þess að vátryggja húsin. En þess er ekki að dyljast, að sveitamenn, sem litlu hafa úr að spila, dregur það nokkuð, sem þeir þurfa að borga í iðgjöld. Ég ætla, að það verði ekki hátt áætlað 20–30 kr. á ári. Ástæður sveitafólksins eru ekki betri en það, að það verður að hugsa sig um það áður en það lætur 20–30 kr. úti. Ég tel það álitamál, hvort rétt sé að demba skyldutryggingu á sveitirnar þegar í stað. Ég lýst við, að það komi sérstaklega illa við menn nú í kreppunni. — En ég hefi ekki ennþá fullráðið það við mig, hvort ég fylgi frv. óbreyttu í þessu atriði. Ég mun athuga það nánar til 3. umr.