01.04.1932
Efri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Jón Jónsson:

Ég vil geta þess, að við tveir dm. flytjum hér brtt. á þskj. 291, sem er mjög í samræmi við það, sem ég hefi áður sagt í þessu máli. Ég tel varhugavert að smella á allt í einu skyldutryggingum á sveitabæi. Nú er það svo, að aðeins 1/4 hluti af bæjum landsins hefir notað sér lögin um vátryggingu sveitabæja.

Auðvitað tel ég æskilegt, að öll hús á landinu væru vátryggð; ég fer því ekki lengra í þessum brtt. en að framkvæmdum laganna verði frestað. Ég vil í því sambandi benda a, að svo virðist, sem ekki sé eins mikil þörf brunatryggingar í sveitum og kaupstöðum, því að brunar eru þar miklu fátíðari. En eftir ósk hv. frsm. mun ég taka brtt. aftur til 3. umr.

Brtt. á þskj. 267 finnst mér skipta mjög miklu máli. Ég skil ekki í, hvers vegna ætti að útiloka Rvík frá þessum lögum.

Áður en ég lýk máli mínu, vildi ég spyrjast fyrir um, hvort þessi vátrygging næði einnig til bruna á heyi af völdum heyhita.