18.03.1932
Efri deild: 32. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1147 í B-deild Alþingistíðinda. (759)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég geng út frá því vísu, að hæstv. dómsmrh. hafi ekki vitað, að ég var dauður, annars myndi hann ekki hafa farið út í það, sem hann nú gerði. (JónasJ: Ég óska þess, að hv. þm. fái nægan tíma til aths.). Ég get fullvissað hæstv. dómsmrh. um það, að allt það, sem hann var að benda mér á að gera, hefi ég kynnt mér út í æsar. En ég vil benda honum á það, að þótt mikil töp yrðu á síld, sérstaklega 1919–26, þá sé ég ekki, að það sé mikil bót að koma þessum töpum, sem að mestu leyti lentu á einstökum mönnum, beint yfir á ríkið. En það er Framsóknarflokkurinn, sem átti forustuna í þeirri skipulagsbreyt., sem gert var ráð fyrir í frv. frá 1927. Og ávöxtur þess er sú 11/2 millj., sem ríkissj. er nú í ábyrgð fyrir og verður að greiða.