23.03.1932
Neðri deild: 36. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1204 í B-deild Alþingistíðinda. (789)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Jón Auðunn Jónsson:

Það eru aðeins örfá orð út af þeim ágreiningi, sem orðið hefir á milli mín og hv. þm. Seyðf., um verð það, sem Norðmenn fengu fyrir sína heimfluttu síld frá Íslandsveiðunum 1931. Vil ég til að taka af öll tvímæli lesa kafla úr „Ægi“, 1. tölubl. XXV. árg. bls. 11, en þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Verðið, sem Norðmenn fengu fyrir þessa heimfluttu síld sína (1931), var nokkuð lægra en verðið árið áður, en þeir munu vera bunir að selja nálega alla framleiðslu sína. Samkv. opinberum skýrslum telja þeir, að meðalverð, sem þeir hafa fengið fyrir síld í Noregi, hafi verið 12 aurar pr. kíló netto, af frádregnum tunnum og salti. Verðmæti síldar sinnar við Ísland í ár (1931) reikna Norðmenn 3,7 millj. norskar kr. á móti 2,7 millj. 1930 og 2,5 millj. 1929“.

Ég vænti að hv. þm. Seyðf. sé ánægður, því ég afhendi honum blaðið hér með.