13.04.1932
Neðri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (809)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Haraldur Gumundsson [óyfirl.]:

Ég vil benda hv. frsm. á það, að hér er ekki um að ræða kröfur á hendur búsins, heldur kröfur búsins á hendur einstakra sjómanna. Það, sem hann segir um kröfur á hendur búsins, kemur málinu ekkert við. Einkasölulögin mæla svo fyrir, að það verð, sem greitt er fyrir síldina, sé meðalverð veiðinnar. Þeir, sem eru þeirrar skoðunar, að það beri að krefja þetta fé inn aftur, hljóta að vera þeirrar skoðunar, að það eigi að koma lög um skiptameðferðina. Þess vegna hefi ég vakið sérstaka athygli á þessu.