29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (852)

17. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Jakob Möller [óyfirl.]:

Hæstv. dómsmrh. lét svo um mælt, að hjá mér og mínum flokki væri ekki mikill áhugi fyrir þessu háskólamáli. Ég get enn endurtekið það álit mitt, að þetta frv. sé ekkert annað en látalæti hjá hæstv. stj., bara gert til þess að flagga með áhuga í þessu máli, sem í rauninni er enginn til. Byggingarvandræði háskólans eru ekki feti nær nokkurri lausn, þó að þetta frv. verði samþ. Það eina, sem ætlazt er til, að gert sé í þessu máli, er einmitt allt lagt á herðar Reykjavíkurbæ, og það hefir einmitt í þessum umr. verið upplýst, að meiri hl. í bæjarstj. Rvíkur, sem einmitt er úr heim flokki, sem ég er i, hafi tekið ágætlega í málaleitun stj. um stað handa háskólanum. Ég get því ekki séð, að hæstv. dómsmrh. hafi nokkra ástæðu til þess að kvarta undan áhugaleysi um þetta mál frá hendi míns flokks. — En ég vil endurtaka fyrirspurn mína um það, hvort heimildin í 3. gr. sé til áður, eða hvort er verið að smeygja henni þarna inn, svo að minna beri á henni. Ég hefi ekki setið á þingi undanfarin ár og því ekki átt kost á að fylgjast með hverju máli, en ég held, að stj. hafi enga slíka heimild ennþá, en verði frv. samþ., fær hún þarna heimild undir því yfirskyni, að verið sé að samþ. lög um byggingu háskóla.