18.04.1933
Efri deild: 50. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

23. mál, breyt. á vegalögum

Frsm. (Einar Árnason):

Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta frv. af hálfu samgmn. Afstaða n. til frv. er tekin fram í nál. á þskj. 326, og sé ég ekki ástæðu til að taka upp við þessa umr. það sem í nál. er sagt. N. hefir sem sé komizt að þeirri niðurstöðu, að réttast sé að samþykkja frv. óbreytt að mestu að efninu til. Hún hefir ekki getað fallizt á þær einstöku brtt., sem bornar hafa verið fram, og sjálf flytur hún aðeins fáeinar smábreyt., sem eru að mestu leyti orðabreyt. 2 fyrstu brtt. eru gerðar samkv. till. vegamálastjóra sjálfs og eru aðeins lagfæringar á orðalagi. 3. brtt. n. er um að rýmka nokkuð um það bann, sem sett er í 7. gr. frv. Samkv. frv. á að banna með öllu að festa upp auglýsingar meðfram vegum. N. fellst í raun og veru á efni gr., en vill þó leyfa að setja upp opinberar auglýsingar og eins að mönnum, sem búa við alfaraveg, sé leyft að auglýsa þar atvinnurekstur sinn. Eins og menn vita, eru sumstaðar gististaðir meðfram vegum og telur n., að auglýsingar um slíkt eigi að leyfa.

Ég vil t. d. geta þess áður en til atkv. er gengið, að þeir samgmnm., sem flytja brtt. við þetta frv. um að bæta nýjum vegum inn í þjóðvegakerfið, munu taka till. sínar aftur til 3. umr., þar til séð verður um afdrif brtt. frá öðrum hv. þm.