20.05.1933
Neðri deild: 79. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (1115)

16. mál, varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það er rétt hjá hv. þm. Vestm., að mér koma þessar upplýsingar hans nokkuð á óvart. Ég man ekki betur en að hv. þm. segði í umr. um þetta mál áður, að læknirinn myndi oftast fara út í skipin, enda þótt þetta frv. yrði að lögum. En verði einhverjum gerður fjárhagslegur óréttur með lögunum, tel ég skylt að bæta það. Ég tel nú víst, að læknirinn í Vestmannaeyjum haldi sinni praksis eftir sem áður í skipunum, þó aðrir annist skoðunina. Mér þykir líklegt, að héraðslæknirinn sitji fyrir því starfi.