02.05.1933
Efri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2875 í B-deild Alþingistíðinda. (115)

Afgreiðsla þingmála

Jón Baldvinsson:

Hv. 1. landsk., form. stjskrn., hefir skýrt frá gangi málsins, og ég vil bæta þar við, að ég óskaði eftir, að haldinn yrði sérstakur fundur til þess að ræða þetta frv., og hefir Ed.-n. orðið þar frægari nefndinni í Nd., því að í Nd. hélt n. aðeins einn fund, og var þá kosinn form. og skrifari, en í Ed.-n. var þar að auki haldinn fundur, þar sem málið var rætt. En sá fundur fór nú hálfgert í handaskolum, því þeir hv. tveir framsóknarmenn, sem í n. eiga sæti, voru ekki inni á fundinum nema annað veifið, og sjaldnast báðir í einu. Yfirleitt tóku þeir fundinn ekki hátíðlega, og augljóst var, að þeir vildu ekki fallast á frv., svo að ég hikaði við að leggja það undir hnífinn. En hinsvegar finnst mér ekki samanberandi þær líkur til framgangs, sem mitt frv. hefir við frv. hæstv. stj., þar sem að því stendur stj. og báðir stjórnarflokkarnir, sem til samans hafa yfir 38 atkv. að ráða, en við Alþflm. erum aðeins 4.