22.02.1933
Efri deild: 7. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í B-deild Alþingistíðinda. (1204)

29. mál, iðju og iðnað

Jón Baldvinsson:

Ég hefi oft heyrt hæstv. ráðh. víkja að einstökum atriðum mála við 1. umr., og virtist hann þá eigi vera jafnviðkvæmur fyrir þingsköpunum og nú. En af því að ég er ekki í þeirri n., sem fjallar um þetta frv., þá finn ég ástæðu til að benda henni á að athuga, hvort rétt sé að gefa stj. heimild til að ákveða, hvernig iðnráðin skuli kosin. Ég held það sé réttara að hafa ákvæði um það í lögunum sjálfum, ef nokkrar reglur á um það að setja. Og ég get raunar bætt því við að óska þess, að n. athugi, hvort heppilegt sé að gefa iðnráðum það vald, sem ákveðið er samkv. 3. gr. frv.