29.05.1933
Neðri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

12. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. er hingað komið frá hv. Ed. Þar sem nú er liðið fast að þinglokum, vildi ég gjarnan mælast til, að mál þetta fengi svo hraða afgreiðslu hér í hv. d. sem við verður komið. Ég er í vafa um, hvort vísa ber frv. til n., og vil helzt ekki gera till. um það. Þó mun ég ekki greiða atkv. móti því, að það fari til n., ef till. kemur fram um það, og ef það verður sett í n. þá ætti það að fara til hv. allshn., því það var athugað í þeirri hv. n. í Ed., en eins og ég hefi þegar tekið fram, vil ég mjög mæla með því, að afgreiðslu frv. verði hraðað svo sem unnt er. (SvbH: Ég legg til, að frv. verði vísað til hv. allshn.).