08.03.1933
Neðri deild: 19. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1336 í B-deild Alþingistíðinda. (1676)

40. mál, sjúkrasamlög

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Síðan hv. þm. Borgf. minntist á það við mig sem frsm. n. við 2. umr., að það virtist þurfa að gera breyt. á frv. til þess að koma í veg fyrir misnotkun, hefir n. ekki haft tækifæri til að taka málið til yfirvegunar. Óska ég því eftir, að frv. sé tekið út af dagskrá og umr. frestað þangað til n. hefir unnizt tími til að athuga þetta atriði, sem hv. þm. Borgf. talaði um.