20.02.1933
Neðri deild: 5. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

1. mál, fjárlög 1934

Héðinn Valdimarsson:

Ég spurði einnig hæstv. forsrh., hvað kostnaður við ríkislögregluna væri mikill nú á hverri viku, en fékk ekkert svar. Ef svo er, að hann viti þetta ekki eða neinn ráðherranna, þá verð ég að óska eftir upplýsingum utan funda.

Þá var annað atriði í ræðu hæstv. forsrh., sem ég vildi spyrja um. Hann talaði um að fresta þinginu til hausts eftir ákveðinn tíma. Ég vildi fá að vita, hvort það er hans persónulega skoðun eða Framsóknarflokksins, að þetta ætti að gerast, eða beggja stj.flokkanna. Því að það er gefið, að ef þingi er frestað, þá verður ekkert þingrof og engin stjskr. samþ.