02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í D-deild Alþingistíðinda. (2326)

208. mál, templaralóðin í Reykjavík

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Hér er talað um að ljúka deilumáli og gera samninga. Ég tel, að það sé búið að ljúka deilumáli um umráðarétt yfir þessari lóð, að því leyti sem um hana var deilt.

Ég tel mjög óráðlegt að fela forsetum að gera bindandi samning, enda skilst mér, að ekki liggi neitt fyrir, sem sanni nauðsyn hins aðilans til að fá þetta afgert með bindandi samningi áður en næsta þing kemur saman. Vildi ég því óska eftir að fá yfirlýsingu frá hv. 1. flm. um það, að hann teldi, að slíkan bindandi samning ætti ekki að gera fyrr en næsta þing kemur saman.