06.04.1933
Efri deild: 44. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1836 í B-deild Alþingistíðinda. (2568)

95. mál, alþýðuskóla á Eiðum

Frsm. (Jón Jónsson):

Menntmn. hefir athugað þetta frv. og fengið umsögn fræðslumálastjóra um það, og mælir hún með því, að það nái samþykki. Frv. gerir ekki miklar breyt. á núgildandi l., fellir aðeins úr þeim bráðabirgðaákvæði, sem upphaflega voru sett um afhendingu Eiðaeignar, o. s. frv. Ennfremur er slakað á ákvæðum um það, að þar skuli fara fram búnaðarkennsla, en þó er gert ráð fyrir, að vornámsskeið í búnaðarfræðslu séu haldin, þegar stjórn skólans telur ástæður til. Breyt. voru raktar ýtarlega við 1. umr. af flm., og sé ég því ekki ástæðu til þess að fara frekar út í þær.