27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í C-deild Alþingistíðinda. (3240)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Pétur Halldórsson [óyfirl.]:

Eins og sakir standa hafa fæst bæjar- og sveitarfélög aðra tekjustofna en þennan. En rétt er að leita að fleirum. En meðan sú leit fer fram, er ekki rétt af ríkinu að ráðast á þennan eina gjaldstofn, sem þau hafa, framar en gert hefir verið með eldri 1. En rétt er að freista þess, hvort ekki tekst að finna nýja gjaldstofna, sem létt geti á þessum óbrigðula tekjustofni.