03.03.1933
Neðri deild: 15. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (3325)

53. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson ):

Ég verð að gera fyrirspurn til hv. flm. viðvíkjandi skilningi á 2. gr. þessa frv. En það tilgangur hans, að það eigi að lögákveða 10 þús. kr. framlag úr ríkissjóði árlega í lífeyrissjóð ljósmæðra? Ég man ekki betur en að þegar stofnaður var lífeyrissjóður embættismanna, væru lagðar fram 50 þús. kr. í eitt skipti fyrir öll, en verði haldið áfram með 10 þús. kr. framlag á ári, fá yfirsetukonurnar eftir skamman tíma miklu meira í sinn sjóð en allir embættismenn landsins. Ég tók svo eftir, að hann teldi, að þetta væri í rauninni það sama og ríkið lengur nú fram samkv. 18. gr. fjárl., en þetta er ósambærilegt.

Um 9. gr. þessa frv. vil ég benda á, að hún er ógreinilega orðuð og getur vel skilizt þannig, að ljósmæður eigi bæði að fá styrk eins og þann, sem 18. gr. fjárl. ráðgerir og eftirlaun að auki. En þetta getur ekki verið tilætlunin.