29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í C-deild Alþingistíðinda. (3620)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Jón Baldvinsson:

Ég er ekki að áfellast hæstv. forseta fyrir hlutdrægni; hann sýnir yfirleitt liðlegheit í fundarstjórn. En mér virðist hann venjulega ekki ganga jafnríkt eftir því, að hv. þm. úr hinum tveim flokkunum, Sjálfstfl. og Framsfl., greiði atkv. eins og hann gengur fast eftir því við mig, eða þá hann vill hlífa sjálfum sér við því að kveða upp sína frægu úrskurði, en nokkuð er það, að hæstv. forseti hefir allt aðrar venjur í þessum efnum heldur en gerist í hv. Nd.