31.05.1933
Neðri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2316 í B-deild Alþingistíðinda. (3695)

173. mál, óréttmæta verslunarhætti

Vilmundur Jónsson:

Þrátt fyrir ræðu hv. þm. Vestm. sé ég ekki ástæðu til annars en að endurtaka það, að hér er verið að tryggja verzlunarálag allt að 25%. Annað mál væri að lögfesta slík ákvæði sem þessi, ef miðað væri við svo lágt álag, sem lægst getur komið til greina, segjum 10%. Þá væri ekki hættulegt að samþ. gr., því að þá mundi hún tæplega miða til hækkunar á útsöluverði.

En af því að 25% álag er hærra en þörf er á, sérstaklega þegar um pakkavörur er að ræða, sem tiltölulega mjög þægilegt er að verzla með, rýrna meðal annars ekki, þá er fjarri sanngirni, að hv. d. fari að samþ. slík ákvæði sem í greininni felast.