02.06.1933
Efri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2615 í B-deild Alþingistíðinda. (4172)

186. mál, sala mjólkur og rjóma

Jónas Jónsson:

Ég verð að lýsa hryggð minni yfir brtt. hv. n. Í frv. voru margar álitlegar uppástungur, og það er óviðkunnanlegt, að þeir menn, sem minnsta rækt hafa lagt við bætta framleiðsluhætti og ófullkomnustu áhöld hafa, skuli hafa krafizt þessarar fórnar og fengið hana. Þetta er hrapallegt, og eigi síður þótt borgarstjórinn í Rvík sé potturinn og pannan í því. Ég mun greiða atkv. gegn frv. til að sýna óánægju mína yfir þessari málsmeðferð.