01.05.1933
Neðri deild: 62. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2626 í B-deild Alþingistíðinda. (4257)

43. mál, læknishéraða - og prestakallasjóðir

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Hv. frsm. viðurkenndi, að gr. á þskj. 466 gæti skilizt eins og ég hélt fram, og þarf ég því ekki að fara út í það. En út af ræðu hv. þm. Ísaf. vil ég benda á, að það er alltaf verið að kvarta yfir því, hvað margir læknar taka próf hér árlega. Ég get því ekki séð, að nú á tímum sé nokkur hætta á því, að héruð verði læknislaus, enda hefir ekki, að því er ég bezt veit, borið neitt á því. Hv. þm. nefndi 4 læknishéruð, þar sem þetta gæti alltaf komið fyrir. Og ég skal náttúrlega viðurkenna, að þetta getur alltaf átt sér stað, en nærri liggur sú hætta ekki. Bíla- eða mótorbátakaup í þessu skyni skoða ég fjarstæðu, sem ekki tekur að ræða um.