02.06.1933
Efri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2700 í B-deild Alþingistíðinda. (4407)

198. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Forseti (GÓ):

Ég verð að líta svo á, að hv. 1. þm. Reykv. hafi rétt fyrir sér, þó að ég hafi ekki athugað það í byrjun, þar sem ekki er getið um á dagskránni, að afbrigða þyrfti um málið. (JBald: Rangindi!). Ég held, að hv. þdm. þurfi ekki að óttast, að þetta verði málinu til tafar, ef þeir á annað borð vilja bjarga því. Það er rétt hjá hv. 1. þm. Reykv., að tími var stuttur fyrir n. að gefa álit, og sýnist mér því réttmætt, að afbrigða verði. leitað.