02.06.1933
Neðri deild: 92. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2718 í B-deild Alþingistíðinda. (4452)

97. mál, veitingaskattur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Það má vitanlega búast við því með l. eins og þessi, þó að þau séu sniðin eftir erlendri fyrirmynd, að einhverjir gallar komi í ljós við framkvæmdina; en það er oft venja um slíka hluti sem þessa, að breyt. komi síðar frá stj., því að hætt er við, að gallarnir komi ekki glöggt í ljós fyrr en við framkvæmdina sjálfa. Aðalatriðið í þessu máli er það, hvort menn vilji leggja á 10% veitingaskatt, og það er ákaflega einfaldur hlutur fyrir sig.