02.03.1933
Efri deild: 14. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í C-deild Alþingistíðinda. (4828)

47. mál, sjórnarskrárbreytingu

Einar Árnason:

Út af þessari breyt., sem orðið hefir á listunum, vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann gefi enn fundarhlé í 5 mínútur.

Forseti varð við þessum tilmælum 2. þm. Eyf. - Að fundarhléi loknu var A-listinn tekinn aftur, en fram kom nýr listi, sem forseti merkti líka A, og voru á honum þessi nöfn: MT, JónasJ, EÁrna. - Var nú gengið til atkv., og fékk hvor listi 7 atkv. Þar sem á listunum voru 6 menn, en aðeins 5 menn skyldu vera í n., varð hlutkesti að ráða fimmta manni í n. Kom upp hlutur JBald, og varð n. svo skipuð.

Magnús Torfason, } Af A-lista.

Jónas Jónsson, }

Jón Þorláksson, }

Jakob Möller, } Af B-lista.

Jón Baldvinsson. }

Nefndarálit kom ekki, og frv. var ekki á dagskrá tekið framar.